Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 18
Vikan Vaxandi launakostnaður fyrir- tækja, nýr þjálfari kvennalands- liðsins í fótbolta, deilur um lögleiðingu kannabisefna og kærur á hendur með- höndlara voru meðal helstu mála sem Frétta- blaðið greindi frá í vikunni. Deilt um lögleiðingu kannabisefna Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Við- reisnar og fyrrverandi þingmaður, segir að tími sé kominn til þess að Ísland stígi sama skref og Úrúgvæ, Kanada og ýmis ríki Bandaríkjanna og lögleiði kannabisefni. Rangt sé að setja fólk á sakaskrá fyrir minni háttar fíkniefnabrot. „Jafnvel þótt það myndi draga eitthvað úr heildarneyslu verðum við að spyrja okkur hvort allir þeir einstaklingar sem við refsum og fangelsum og drepum í þessu stríði, hvort það sé ekki allt of hár fórnar- kostnaður þegar kemur að því að tækla eitthvað sem í grunninn er lýðheilsumál,“ nefndi Pawel í sam- tali við Fréttablaðið. Ólafur Þór Gunnarsson, þing- maður Vinstri grænna, tók í annan streng og sagði Íslendinga þurfa að stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Varast þyrfti áróður um að slík efni væru holl og góð. Fleiri konur stíga fram Í það minnsta sautján konur telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem með- höndlar fólk með stoðkerfis- vanda. Maðurinn var kærður fyrr á árinu fyrir meint kynferðisbrot gegn nokkrum konum sem voru í meðferð hjá honum og rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið. Sigrún Jóhannsdóttir, réttar- gæslumaður kvennanna sem kærðu manninn, sagði fleiri konur hafa leitað til sín eftir að Frétta- blaðið greindi fyrst frá málinu á fimmtudag. „Ég vona einlæglega að lögreglan fari að taka þetta mál fastari tökum,“ nefndi hún. Stein- bergur Finnbogason, lögmaður mannsins, vísaði ásökununum á bug og sagði þær hafa komið skjól- stæðingi sínum mjög á óvart. Þá sögðu Osteópatafélag Íslands og Sjúkranuddarafélag Íslands félagsmenn sína hafa heyrt sögur af meðhöndlaranum í gegnum tíðina. „Við höfum fengið til okkar fólk sem hefur leitað álits um það hvort aðferðir sem hann beitir þyki eðlilegar. Við fordæmum svona starfsaðferðir,“ sögðu félögin. Nýr maður í brúnni Jón Þór Hauksson var fyrr í vikunni kynntur sem næsti þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Tekur hann við starfinu af Frey Alexand- erssyni sem hætti störfum fyrr í haust eftir að landsliðinu mistókst að komast á heimsmeistaramótið sem fram fer næsta sumar. „Þetta er frábært lið með frá- bærum einstaklingum og ég get ekki beðið eftir því að hefja störf,“ sagði Jón Þór á blaðamannafundi KSÍ en hann hefur undanfarið sinnt starfi aðstoðarþjálfara karlaliðs Stjörnunnar. Jón Þór sagði næsta markmið landsliðsins að komast á Evrópu- mótið árið 2021 en liðið hefur komist á síðustu þrjú Evrópumót. „Íslensk knattspyrna er bara komin á þann stað að við eigum alltaf að stefna að því að koma okkur í möguleika á því að komast á þessi stórmót,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Kanada bættist nýverið í hóp ríkja sem lögleiða neyslu, vörslu og ræktun kannabisefna í afþreyingar- skyni. Þungur og vaxandi launakostnaður Launakostnaður félaga í Kauphöll- inni hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstrarhagnaður félaganna frá árinu 2015. Athugun Fréttablaðsins leiddi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum fimmtán félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefði hækkað á undanförnum fjórum árum en á sama tíma hefði launa- kostnaður tólf skráðra félaga vaxið umfram rekstrarhagnað þeirra. Er það í samræmi við tölur Hag- stofu Íslands sem sýna að laun hafi almennt hækkað að meðaltali um 26,8 prósent frá júlí 2015 til júlí 2018. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursam- sölunnar, sagði í samtali við blaðið að til lengdar gæti ekkert atvinnulíf staðið undir viðlíka launahækk- unum. Þá tók Seðlabankinn fram í nýju riti að „óljóst“ væri hve mikið svigrúm fyrirtæki hefðu til þess að mæta launahækkunum. Launakostnaður á Íslandi hækkaði um meira en 50 prósent umfram launakostnað fyrirtækja í samkeppnislöndunum frá júlí 2015 til júlí 2018. Íris Lind Verudóttir Ég gerði svo glimrandi góð kaup í Rúm- fatalagernum á Smáratorgi þegar allt jóladótið þeirra var á spott- prís í september, jóladót sem er í raun ekkert jólalegt svo að ég get í raun notað það allt árið um kring. Erna Erlendsdóttir Ég skellti mér í Betra bak og keypti mér nýtt rúm eftir mikla leit að rétta rúminu, en þeir selja allra besta rúmið að mínu mati sem heitir Serta Royalty, ávísun á góðan svefn. Þar sem ég er mikið að breyta og bæta þessa dagana fjárfesti ég einnig í nýjum AEG- heimilistækjum frá Ormsson. Soffía Kristín Jónsdóttir Bestu kaup ársins hingað til eru klárlega húsið mitt í Mývatns- sveit sem ég og kærastinn minn keyptum í júlí og erum búin að vera að gera upp. Góð fjár- festing á fallegasta stað landsins. Dóra Hrund Gunnarsdóttir Ég keypti mér skó í Skóbúð Húsavík- ur. Þar er besta verðið á landinu og langbesta þjónustan. Tekur þú þátt í hrekkjavökuhátíðinni? Fólkið á götunni Hvar gerðir þú síðast góð kaup? Karítas Óðinsdóttir Ég verð plötusnúð- ur á Prikinu og byrja á miðnætti! Kannski verð ég í búningi, kemur í ljós. Bobby Breiðholt, Ég dýrka Spooky Season og reyni að horfa á eins mikið af hryll- ingsmyndum og ég get. Ég mæli sérstaklega með Hereditary. Annars verð ég ekkert nema kátur pabbi í ár. Dóttir mín Lísa er að eiga sína fyrstu hrekkjavöku og við erum búin að kaupa á hana geimfara- búning. Þannig að hún heldur uppi fjörinu í ár. Auður Ómarsdóttir Nei. Geoffrey Þór Huntington-Williams Ég hef ekki lagt það í vana minn að halda Hrekkja- vökuna hátíðlega. Hef samt gaman af henni, sérstak- lega skreytingum öldurhúsanna og öðrum spúkí víbrum. Enginn búningur fyrir mig, en ég ætla að vera extra samkvæmur sjálfum mér á þessum álagstímum. Annars verð ég ekkert nema kátur pabbi í ár. Dóttir mín Lísa er að eiga sína fyrstu hrekkjavöku og við erum búin að kaupa á hana geim- farabúning. Bobby Breiðholt Ég gerði svo glimrandi góð kaup í Rúmfatalag- ernum á Smáratorgi þegar allt jóladótið þeirra var á spottprís í september. Íris Lind Verudóttir Jón Þór Hauksson tekur við af Frey Alexanderssyni sem nýr þjálfari kvenna- landsliðsins í fótbolta.. TiLveRAn 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r18 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 A -D C 5 0 2 1 2 A -D B 1 4 2 1 2 A -D 9 D 8 2 1 2 A -D 8 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.