Breiðfirðingur - 01.04.1988, Síða 30
28
BREIÐFIRÐINGUR
Breiðfirðingaheimilisins h/f færðir kirkjunni góðir gripir, svo
sem prédikunarstóll. Annars var alhliða endurreisn Reyk-
hóla, hins fornfræga höfðingjaseturs, lengi á dagskrá hjá
félaginu. Mun þar mála sannast að félagið mun hafa átt
drjúgan hlut að hugmyndum þeirrar endurreisnar er þar
gerðist á sínum tíma af hálfu opinberra aðila, bæði með
ræktun, stofnun tilraunabús o.fl.
Þegar húsmæðraskólinn á Staðarfelli átti í erfiðleikum um
1960, fékk hann dyggilegan stuðning hjá Breiðfirðingafélag-
inu. Var myndarlega að því staðið af hálfu félagsins, svo sem
með góðri útvarpsdagskrá um staðinn, vönduðu hljóðfæri, er
fært var skólanum og verðlaunum til nemenda, sem sköruðu
fram úr í námi. Var það fastur liður alla tíð meðan skólinn
starfaði.
Pað mun hafa verið snemma á fimmta áratugnum að frú
Ingveldur Sigmundsdóttir, kennari frá Hellissandi, vakti
máls á stofnun húsmæðraskóla á Helgafelli. í umræðum á
fundum, sem urðu um málefni þetta í nokkur ár, kom einnig
fram hugmynd um byggingu kapellu að Helgafelli. Sérstök
nefnd vann nokkurn tíma að þessum málum en fram-
kvæmdir urðu engar eins og kunnugt er.
Fjársöfnun fyrir björgunarskútu á Breiðafirði var lengi í
gangi á vegum félagsins og safnaðist nokkur upphæð á sínum
tíma.
Fyrir utan þá styrktarstarfsemi um einstök málefni heima-
byggða, er hér hefur verið drepið á, mun í allnokkur skipti
hafa verið komið til aðstoðar einstaklingum, sem orðið
höfðu fyrir skakkaföllum vestra. Verður það ekki rakið
nánar hér, enda getið í Breiðfirðingi áður.
Minningarsjóður Jóns skálds frá Ljárskógum var stofn-
aður árið 1945. Einnig komu gjafir til minningar um nokkra
aðra einstaklinga úr byggðum vestra. Árið 1954, 21. apríl
var sú breyting gerð að samþykkt var skipulagsskrá fyrir
Minningarsjóð Breiðfirðinga. Sjóður þessi starfar sem ein
heild og hefur sérstaka stjórn til umsjónar. Par sem ákvæði
skipulagsskrárinnar eru athyglisverð, þykir rétt að sýna hér