Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
skrifstofustjórann og gefið honum allar upplýsingar, sem
hann vildi fá um mig, sagði hann að því miður gæti hann
ekki ráðið mig því að ég væri einhleypur. Sagði hann það
vera reglu hjá félaginu að ráða helst fjölskyldumenn. Þeir
væru stöðugri í starfinu og hefðu meiri þörf fyrir vinnu á
þessum erfiðu tímum. Þetta var snemma á árinu 1940.
Nú geisaði stríðið í Evrópu en Bandaríkin voru hlutlaus
enn þá. En þá skeði það óhugnanlega, að Japan réðist á
Kyrrahafsflota Bandaríkjanna á Pearl Harbour á Hawai og
sökkti honum öllum. Petta var 7. des. 1941. Petta svívirði-
lega herbragð vakti mikið hatur á Japönum, þar sem þeir á
sama tíma voru að semja um hlutleysi í stríðinu, sem þegar
var í gangi í Evrópu. Eftir þetta sögðu Bandaríkin Japönum
stríð á hendur. Ungir menn hlupu frá störfum sínum, fjöl-
skyldum og heimilum ótilkvaddir að ganga í herinn. Stórar
verksmiðjur risu upp á skömmum tíma í Chicago. Pað mátti
segja að þjóðin hefði legið í dvala, en vaknaði svo við þennan
hræðilega skrekk.
Eins og sagt er að framan hafði ég reynt að fá starf hjá
tryggingafélagi en verið neitað vegna þess að ég var ein-
hleypur. - Nú var stríðið komið í algleyming, þúsundir
ungra manna gengnir í herinn, eða verið kallaðir inn. Ég
rekst þá á auglýsingu þar sem sama tryggingafélagið var að
auglýsa eftir sölumönnum. Fór ég þá og talaði við sama
skrifstofustjórann og var nú engin tregða að fá starfið. Ég
var þá 43 ára og menn á mínum aldri voru ekki kallaðir í
herinn, nema að þeir hefðu verið í honum áður og væru með
sérstaka þjálfun.. Svo ég var ráðinn sem sölumaður og til að
byrja með sendu þeir mig á stutt námskeið.
Ameríkanar eru mjög tryggingasinnaðir, þeir tryggja allt,
bæði efnislegt og ekki efnislegt. Það er nokkuð öruggt, að
hvert barn er líftryggt stuttu eftir fæðingu. Heimilisfeður
taka oftast háa líftryggingu. Pað er talið áríðandi og er til
fleiri hluta nytsamlegt en til að fá hana greidda við dauðsfall.
Til dæmis er hægt að fá lán út á líftryggingu eftir að hún