Breiðfirðingur - 01.04.1988, Qupperneq 107
BREIÐFIRÐINGUR
105
voru matsölustaðir og nóg af ferskum og góðum appelsínu-
safa. - Þetta var mikil breyting á aðeins fimm dögum á
miðjum vetri - í sama landi, að koma úr ís og snjó inn á
svæði með hitabeltisveðráttu.
Um miðjan næsta dag ók ég inn í borgina Los Angeles. Ég
var með bréf í vasanum til manns, sem ég reyndar ekki
þekkti. Það var frá kunningja mínum í Chicago. Móttakandi
bréfsins, Morris, hafði áður búið þar, en hafði flutt til
Californíu fyrir stríð. Hann hafði húsgagnaverslun í Los
Angeles.
Ég þurfti að finna mér húsnæði en það var afar erfitt að fá
það rétt eftir stríðið, þar sem verkafólk hafði flykkst til borg-
arinnar til að vinna í verksmiðjum meðan stríðið geisaði og
lifði þar enn þá af afrakstri feitu áranna og verðstöðvun var
á öllu. Loks fékk ég þó herbergi og varð að greiða fyrir
mánuð og helmingi hærra en löglegt var, en fékk þó aðeins
kvittun fyrir löglegu upphæðinni. Ekki var til neins að
kvarta, enda feginn að fá dvalarstað í borginni og þurfa ekki
að keyra langar leiðir út fyrir borgina.
Morris, sem bréfið fékk, var ekki við góða heilsu. Hann
átti son, sem var í hernum í Kóreu. Það olli honum miklum
kvíða og áhyggjum að sonurinn myndi slasast, eða jafnvel
falla í stríðinu. Sagði Morris mér frá högum sínum. Hann
hafði fengið taugaáfall, sem var afleiðing af áhyggjunum og
hefði hann neyðst til að loka versluninni stundum, er hann
hefði ekki treyst sér til að mæta fólki. Sagðist hann ekki hafa
neinn, sem hann treysti til að taka við afgreiðslu í verslun-
inni. Bað hann mig að taka þetta að mér um tíma. Þar sem
tryggingafélagið var ekki komið í gang, átti eftir að fá hent-
ugt húsnæði fyrir skrifstofur, gat ég tekið þetta að mér um
tíma. Ég sá hann stundum ekki í marga daga, en hann
hringdi til mín á hverjum degi. Kona hans kom stundum til
mín í búðina og skýrði mér frá því hvað hann væri slæmur á
taugum. Það kom líka fram hjá henni kvíði og áhyggjur
vegna þeirrar voðalegu meðferðar, sem þjóðflokkur þeirra,
Gyðingar, hafði orðið fyrir í Þýskalandi.