Breiðfirðingur - 01.04.1988, Síða 109
BREIÐFIRÐINGUR
107
endurnir trúkkuðu um verðið, en flestir löbbuðu þó burtu
með tré undir handleggnum. Seinna mætti ég svo þessum
jólatréssölumanni og kynnti mig. Hann kvaðst heita Albert
Smith og hafa herbergi á leigu á Vermont Avenue, skammt
frá mér. Sagði hann mér frá högum sínum á þessa leið: Hann
kvaðst vera fæddur í London og hafa haft snemma á unga
aldri áhuga á kvikmyndagerð. Sagðist hafa fengið smáhlut-
verk hjá hinum alkunna kvikmyndamanni Arthur Ranks í
London. Hann hafði ferðast víða um heimskringluna,
þ.á m. Ástralíu, Suðurhafseyjar, Suður-Afríku og Indland
og víða unnið að kvikmyndagerð. - Ég minnist þess að eitt
sinn bauð hann mér að horfa á kvikmynd í sjónvarpi sem
hafði verið tekin í Englandi og leyndi sér ekki í þeirri mynd,
er var ein útgáfa af Hróa Hattarkvikmyndum, að hann lék
þar eitt hlutverkið. Hann kvaðst hafa flust til Hollywood
fyrir stríð, en skroppið til London í kaupsýsluerindum. En
þá hafði stríðið skollið á og hann verið tekinn í herþjónustu,
því hann var enskur ríkisborgari. Var hann settur fyrirliði í
heimavarnarliðinu og stjórnaði loftvörnum í London.
Skömmu eftir stríðið kom hann aftur til Los Angeles. Litlu
seinna hafði hann fengið taugaáfall, er orsakaðist af hinum
voðalegu loftárásum og áhrifum þeirra eftirá. Eftir nokkurra
vikna sjúkrahúsdvöl náði hann sér að mestu leyti. - Albert
Smith var atvinnulaus og bjó í lítilli herbergiskytru. Hann
var fjárvana en bjartsýnni mann var óhugsandi að finna og
hann byggði sér alls konar loftkastala, sem erfitt var að gera
að veruleika. Fullt var af slíkum mönnum í Californíu, þessu
sólríka og heita landi, þar sem hægt var að komast af með
eina skyrtu og léttar buxur og þó vera nokkurn veginn í tísk-
unni. Eað var fjöldinn allur af mönnum þar, sem höfðu von
um að hreppa hlutverk í kvikmynd að ógleymdum öllum
fegurðardísunum, sem flykkst höfðu til Hollywood í sömu
hugleiðingum. Flestar þeirra enduðu þó sem veitingadömur
á matsöluhúsum. En Albert Smith hafði þó nokkra reynslu
í kvikmyndagerð, og hafði í fórum sínum ýmis plögg, er