Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 121
BREIÐFIRÐINGUR
119
stjóri í Víði, setti mig inn í starfið og var mér alltaf hjálp-
legur þau 16 ár, er ég vann hjá Víði.
Það var 16. nóv. 1977 að ég veiktist snögglega. Heimilis-
læknirinn kom til mín. Taldi hann að ég hefði fengið heila-
blæðingu og sendi mig í sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Landakoti.
Stuttu eftir að ég var lagður inn varð ég meðvitundarlaus.
Eftir tíu daga kom ég svo hægfara til meðvitundar, en var
lamaður og mállaus. Læknirinn sagði konunni minni að ég
hefði fengið mjög slæma heilablæðingu, og tvísýnt væri
hvort ég lifði, og þótt svo yrði, myndi ég aðeins verða
stofnanamatur.
Á mínum 77 ára lífsferli hafði ég notið þeirrar bestu
heilsu, sem maður getur óskað sér. - Þetta varð því hið
mesta áfall fyrir konuna mína. Hvað mig sjálfan snerti
komst engin hugsun að því hjá mér þó það ætti að heita að ég
hefði vaknað til meðvitundar, var ég í móki milli heims og
helju. - Ég man ekki til þess að ég hefði neinar þrautir.
Fólkið á sjúkradeildinni sá ég, heyrði það tala, ég sá út um
glugga stórt hús og hugsaði um hvar þetta gæti verið, hélt
helst að það væri í Ameríku. Þetta var auðvitað Landakots-
kirkja.
Konan mín sat hjá mér tímunum saman, ég heyrði hvað
hún sagði er hún talaði við mig, en ég gat ekki talað, ekki
látið neitt hljóð heyrast frá mér nema dauft já eða nei. Þegar
hér var komið var augljóst að hverju stefndi.
Vinur okkar, sem frétti um hin alvarlegu veikindi mín,
þekkti læknamiðil í Keflavík. Það var Ósk Guðmundsdóttir.
Hún er vel þekkt fyrir frábæran árangur í starfi sínu hjá
Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja. Þessi vinur okkar, sem
ég minntist á, hafði samband við hana og gaf henni upplýs-
ingar um ástand mitt. - Það leið ekki langur tími þar til bati
fór að koma í ljós. Ég hafði fengið næringu í æð meðan ég
var meðvitunarlaus, en brátt var farið að mata mig á venju-
legri fæðu. Síðan var farið að taka mig fram úr rúminu og
leiða mig um í nokkrar mínútur á hverjum degi. Það var lík-
ast því að þróttur færðist í mig í hvert sinn er ég reyndi að