Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 30
28
BREIÐFIRÐINGUR
veldistímans. Takmörk þinganna sem Jónsbók nefnir falla víða
saman við takmörk sýslna á síðari tímum. Þó var það svo að
framan af Jónsbókartímabilinu, sem stóð til upphafs 18. aldar,
voru umdæmi sýslumanna nokkuð á reiki. A seinni hluta
tímabilsins, um miðja 17. öld, virðist komin meiri festa á um
þessi efni, og sýsluskipunin hefur þá færst í það horf, sem síð-
ar varð.
Innan marka hins forna Þórsnesþings voru landsvæði er
síðar féllu til Hnappadalssýslu, Snæfellsnessýslu og Dala-
sýslu. Dalirnir greindust fyrst frá innan Þórsnesþings og er sú
skipting með vissu um garð gengin um miðja 15. öld. I skjali,
dagsettu 26. júní 1459, er þess getið að sýslumaður milli
Hítarár og Skraumu nefni menn í dóm. Umdæmi sýslumanns-
ins hefur þá samsvarað að mestu því umdæmi er síðar var
nefnt Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla. Heiti Snæfellsnes-
sýslu kemur fyrst fyrir í skjali 1546 og heiti Hnappadalssýslu
1615. Það sama ár var Hnappadalssýsla skilin frá Snæfellsnes-
sýslu og gerð að sérstöku sýslumannsumdæmi. Hélst sú skip-
an til 1786 er Hnappadalssýsla var sameinuð Mýrasýslu. Frá
1871 hafa Snæfellsnessýsla og Hnappadalssýsla hins vegar
fallið undir einn sýslumann.
Arnarstapaumboð á Snæfellsnesi
Helgafellsklaustur á Snæfellsnesi var um siðaskipti auðugast
íslenskra klaustra af jarðeignum. Talið er að klausturhald hafi
verið lagt formlega og endanlega af hér á landi 12. mars 1554.
I kjölfar siðaskiptanna lagði Danakonungur hald á mestan
hluta klaustureigna og gerði jarðeignir klaustranna að lénum
eða umboðum eins og þau voru gjarnan kölluð.
Umboð konungs má líta á sem eins konar fyrirtæki sem
rekið var til þess að hafa af því tekjur. Svonefndir umboðs-
menn voru nokkurs konar framkvæmdastjórar og sáu um
reksturinn. Þeir áttu að sjá um að leigja jarðimar, innheimta
leigugjald fyrir þær, landskuldir, og leigu fyrir það kvikfé sem
leigt var með jörðunum, jarðarkúgildi. Þeir þurftu að fylgjast