Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 40
Kristján Skúlason Magnúsen
Æviágrip
Kristján Skúlason Magnúsen er fæddur á Skarði á Skarðs-
strönd 5ta desember 1801, fer á öðru ári til fósturs að Rauðs-
eyjum til Einars bónda Olafssonar, er seinna varð dannebrogs-
maður, og dvaldi þar að mestu leyti þar til haustið 1816 að
honum var komið til kennslu hjá Páli presti Hjálmarssyni er
fyrrum var rektor á Hólum og naut hjá honum tilsagnar í
skólalærdómi nokkra vetur, þar eftir kafla úr 2 vetrum á Hvít-
árvöllum ásamt sonum amtm(anns) sál. (Stefáns) Stephensens,
hjá skrifara hans, og síðast um 3 vetur hjá þeim hálærða presti
til Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd herra Helga Thordersen, er
seinna varð biskup yfir Islandi og riddari dannebrog, og var af
honum dimitteraður [útskrifaður] vorið 1823.
1825 ferðaðist hann til Kaupmannahafnar og kom þar um
haustið nálægt þeim tíma sem stúdentar deponeruðu [innrituð-
í Breiðfirðingi hefur Fiðriks Eggerz nokkrum sinnum verið getið sérstaklega, má þar
t. d. nefna, að Tómas R. Einarsson skrifaði um hann í grein í 54. árg. 1996 og ritstjóri
birti „Ur syrpum séra Friðriks Eggerz“ í 49. árgangi 1991. Aftur á móti hefur lítið
verið fjallað um hinn málsaðilann í deilum á Skarðsströnd, Skúla Magnúsen og son
hans, Kristján Skúlason Magnúsen kammarráð á Skarði. Um samskipti þeirra við séra
Friðrik og Eggert Jónsson föður hans mætti langt mál rita. Hér verður birt æviágrip
Kristjáns kammerráðs og frásögn Margrétar Samúelsdóttur af drukknun Ebenesers
sonar hans 20. júní 1875.
Æviágripið er úr ævisagnasafni Hannesar Þorsteinssonar í Þjóðskjalasafni, sem
nefnist Ævir lærðra manna. I grein um Kristján Skúlason Magnúsen stendur með
hendi Hannesar Þorsteinssonar: „Eiginhandarágrip af æfiatriðum hans. Gefið mér 2.
júlí 1932 af séra Asgeiri prófasti Asgeirssyni í Hvammi. Komið frá Boga Kristjáns-
syni á Skarði.“ Þetta æviágrip Kristjáns sjálfs verður nú prentað hér á eftir með örfá-
um skýringum innan [ ] og á nokkrum stöðum eru nöfn fyllt innan sviga. E.G.P.