Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 44
Margrét Samúelsdóttir
Frásögn af drukknun
Ebenesers á Skarði
Árin liðu, ég var komin yfir tvítugt, þegar ég var beðin um að
reiða dreng vestur að Skarði á Skarðsströnd og tók ég það að
mér. Svo stóð á að frú Ingibjörg á Skarði hafði misst son
Ebeneser nokkru fyrr, hann drukknaði í Breiðafirði ásamt
tveim öðrum efnilegum mönnum, en nokkuð leið frá því að
slysið skeði og þar til lík Ebenesers fannst og mikið búið að
leita og spyrjast fyrir um það.
Á Stað á Reykjanesi var þá prestur sá, er átti dóttur, er Guð-
rún hét, hún var mikil vinkona Ebenesers Magnúsens og tók
sér mjög nærri slys þetta og bað heitt og innilega um að fá að
dreyma, hvar lík hans væri og hafði hana nokkrum sinnum
dreymt það, en það reyndist ævinlega bara draumur og Eben-
eser fannst ekki. Hún hafði verið haldin þeirri áráttu að ganga
í svefni og þótti það mjög leiðinlegt. Þá sagði gömul kona við
hana að það væri enginn vandi að venja sig af þessu. Hún
Þessi frásögn er úr skrifi eftir Jóhönnu Margréti Samúelsdóttur (1901-1989) og nefn-
ist „Minningar um móður mína.“ Móðir Margrétar var Marta Elísabet Stefánsdóttir frá
Hítamesskoti í Kolbeinsstaðahreppi (f. 6. júní 1858, d. 23. febr. 1939). Marta giftist
20. okt 1892 Samúel Eggertssyni kennara og skrautritara (f. 25. maí 1864, d. 7. mars
1949). Frásögn þessi er úr minningaskrifum aldraðra, sem oft hefur verið prentað úr í
Breiðfirðingi, sbr. 55. árgang 1997. Kaflinn er birtur með samþykki barna Margrétar.
Hér er aðeins prentuð frásögn af dauða Ebenesers á Skarði, dvöl hennar á Skarðs-
strönd og loks er frásögn af því er öminn tók barnið á Skarði. Á einum stað er sleppt
úr. Önnur frásögn af dmkknun Ebenesers er í seinna bindi af riti Jens Hermannssonar
Breiðfirskir sjómenn. E.G.P.