Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 45
43
FRÁSÖGN AF DRUKKNUN EB ENESARS Á SKARÐI
skyldi bara setja trog með vatni fyrir framan rúmstokkinn, þá
mundi hún stíga niður í vatnið og vakna, þegar hún ætlaði að
ganga af stað í svefninum. Hún fór að þessum ráðum og
losnaði alveg við þennan leiða vana, en það má ekki kalla í
fólk eða vekja það á annan hátt, sem gengur í svefni, það getur
valdið truflun á geðsmunum.
Svo dreymir Guðrúnu, að Ebeneser kernur að rúminu og
spyr hana, hvort hún vilji koma út á bát með sér. Hún svarar
því játandi, klæðir sig og fer með honum. Hún var þá hætt að
hafa vatnstrogið við rúmið. Þau fara niður að sjó. Þar er bátur
föður hennar, þau fara upp í hann og Ebeneser segir, þú stýrir
en ég ræ. Svo fara þau í áttina að skeri, sem tilheyrði Stað. Þar
setja þau bátinn, Guðrún fer í land og gengur eftir ströndinni
og er þá ein. Hún kemur að, þar sem lík liggur í flæðarmálinu.
Hún ber kennsl á fötin og sér að þetta muni vera Ebeneser,
snýr þá við og gengur að bátnum. Þar er þá Ebeneser, hann
segir, heldurðu að þú munir nú ekki fyrir víst hvar ég er? Jú,
svarar hún, en ég er hrædd um að faðir minn trúi mér ekki, því
það hefur ekki reynst rétt, þegar ég hef beðið hann að leita að
þér. Við höfum ráð við því, segir hann. Svo róa þau heim. Þau
setja bátinn og Guðrún tekur stýrissveifina og ætlar að láta