Breiðfirðingur - 01.04.2001, Side 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
hana þar sem faðir hennar var ævinlega vanur að láta hana,
undir þriðju þóftu. En þá segir Ebeneser, láttu sveifina undir
fyrstu þóftuna, þá getur faðir þinn séð, að hún hefur verið
hreyfð. Guðrún gerir það.
Morguninn eftir fer Guðrún til föður síns og spyr, hvort
hann vilji nú ekki senda út í sker það er hún nefnir, til að leita
að líki Ebenesers, en hann kvað nei við og sagðist ekki senda
fleiri ferðir í því skyni. Hann væri nógu mikið búinn að verða
til athlægis fyrir þessa ráðsmennsku hennar. Þá spyr hún, hvar
settir þú stýrissveifina, þegar þú komst heim í gærkvöldi? Þar
sem ég er vanur, undir þriðju þóftu, svarar hann. Ef hún
reynist ekki vera þar, heldur undir fyrstu þóftu, viltu þá gera
það sem ég bið um? spyr Guðrún. Já, það skal ég gera segir
prestur og síðan eru sendir tveir piltar til að aðgæta hvar
sveifin er og þegar þeir koma til baka ber þeim saman um að
sveifin hafi verið undir fyrstu þóftu. Prófastur segist ekki ganga
á bak orða sinna þó hann skilji ekki neitt í þessu og sendir
menn út í skerið og koma þeir til baka með lík Ebenesers. Þá
var hægt að jarða það í kristinna manna reit og urðu allir að-
stendendur mjög fegnir því.
Frú Ingibjörg hafði tekið mjög nærri sér lát sonar síns og
var vart mönnum sinnandi og féllst hún á að fara í heimsókn
til dóttur sinnar, sem var sýslumannsfrú á Seyðisfirði, til að
reyna að breyta um umhverfi, en ekki bráði af henni að heldur
og skrifaði hún dóttur sinni Elínborgu, sem var gift prestinum
á Staðarhrauni í Mýrasýslu, að nú væri ekki lengur að marka
draumana sína. Nú dreymdi sig Ebeneser sinn og hann segðist
eiga dreng og hann langaði svo til að hún tæki að sér drenginn
til að að ala hann upp. En hann átti engan dreng, svo að þetta
er tóm vitleysa, sem mig dreymir sagði frú Ingibjörg.
En nú gerist það að í Miklaholti bjuggu ung hjón Guð-
mundur og Guðný. Konan var vanfær og dreymir hana, að það
kemur maður og biður hana að taka sig á heimilið, en hún
kvað nei við því. Þá dreymir Guðmund sama manninn og
hann vill endilega komast í vist til þeirra, en Guðmundur neit-
ar því, segist alls ekki ætla að taka vinnumenn. Draumamað-