Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
spyr presturinn hvaða nafn þetta sé. Það er draumnafn segir
konan, hann hefir vitjað nafns hjá okkur báðurn. Getið þið lýst
manninum, spyr presturinn. Já, segir konan og lýsir honum
greinilega. Já, segir prestur, þetta er hann Ebeneser mágur
minn á Skarði. Þegar heim kemur, segir prestur konu sinni frá
þessu. Hún skrifar aftur móður sinni, sem nú segist skilja
draumana sína og kemur heim að Skarði og tekur við búinu og
skrifar svo Guðmundi í Miklaholti og konu hans og spyr hvort
þau muni trúa sér fyrir litla drengnum, þá langi sig til að taka
hann til uppeldis. Þetta þótti mikil gæfa fyrir bláfátæk hjón.
Frú Ingibjörg skrifar aftur hjónunum í Miklaholti og segist
vilja, að það sé fengin einhver trúverðug stúlka til að reiða
drenginn vestur og svo eigi að ráða fylgdarmann og þau eigi
að hafa góða hesta og nóga til skipta og svo borgi hún það
sem upp verði sett fyrir þessa fyrirhöfn.
Stúlkan sem fengin var til þess að reiða Ebeneser litla vestur
var móðir mín og fylgdarmaður hennar var frændi hennar Einar
Finnur Jónsson, steinsmiður, sem síðar bjó í Borgamesi. Þegar
þau komu að Skarði var þeim rnjög vel tekið og boðið að dvelja
þar nokkra daga til að hvíla sig. Þau þáðu það, en er Ingibjörg
kynntist mömmu minni betur, leist henni það vel á ungu
stúlkuna, að hún fór þess á leit við hana að verða eftir fyrir
vestan og fara að Frakkanesi sem selskapsdama fyrir tengda-
dóttur sína Birgittu Tómasdóttur Magnúsen, sem var gift Skúla
Kristjánssyni Magnúsen. Það féllst mamma mín á...
I Frakkanesi var hún svo í tvö ár, þar var að mörgu leyti gott
og gaman að vera, fólkið var gott og skemmtilegt og unga frú
Magnúsen var gáfuð og skemmtileg kona, hagorð og músíkölsk
og spilaði bæði á harmoniku og gítar. Hún samdi bæði ljóð og
lög, hún var föðursystir Inga T. Lárussonar. Þar var oft gest-
kvæmt og oft var mjög gaman er bátar fullir af fólki frá Stykk-
ishólmi komu yfir að Frakkanesi á fögrum sumardegi og þá var
stundum búið að útvega nægilega marga hesta og útbúa mat,
hangikjöt, saltkjöt og flatkökur, svo var farið með stóran pott og
hitað súkkulaði við hlóðaeld, þá slæddist nú stundum eins og
ein rommflaska út í pottinn áður en farið var að ausa upp og var