Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 49
FRÁSÖGN AF DRUKKNUN EBENESARS Á SKARÐI
47
þá oft glatt á hjalla og mikið sungið. Mamma mín var þama
frostaveturinn mikla 1881 og voru þá miklir erfiðleikar hjá
fólki. Einn dag gerði ofsaveður og fauk þá hálf þekjan af eld-
húsinu og tókst ekki að koma henni á aftur fyrr en eftir hálfan
mánuð. Það botnfraus allur matur og drykkur og varð að
höggva slátrið upp úr tunnunum og þíða það til að hægt væri að
borða. Sá skuggi var á, að húsbóndinn var of ölkær og gat frú
Birgitta ekki sætt sig við að búa þar við þau skilyrði, sem sköp-
uðust af þeim ástæðum. Hún fór burtu með báða drengina sína,
Kristján og Tómas. Kristján varð ljósmyndari og settist að í
Færeyjum en Tómas varð lögfræðingur. Ég held hann hafi dáið
ungur. Af þessum ástæðum fór mamma mín einnig burtu.
Meðan mamma mín var í Frakkanesi, kom fyrir einkenni-
legt atvik. Kona nokkur sem heima átti í þessu hverfi hafði
farið til að skola þvott í straumvatni þar nærri og tók með sér
litla dóttur sína á öðru ári og lét hana vera spölkorn frá vatn-
inu, af ótta við að hún stigi kannski út af bakkanum og undi
telpan sér með leggi og skeljar að leik. Þá heyrir konan allt í
einu hvin mikinn í lofti og svo steypir sér gríðarstór örn niður
og grípur bamið í klær sínar og flýgur af stað með það upp og
í átt að hömrum, sem voru þar nærri og fólkið vissi að þar var
amarhreiður. Konan rak upp skelfingaróp og hljóp af stað á
eftir erninum, en miðaði lítið áfram. En sonur Ingibjargar
Magnúsen, Bogi að nafni, hafði æft sig í spjótkasti af hestbaki
og var einmitt að æfa það, þegar þetta skeði og var orðinn það
æfður að hann hafði hitt fugla á flugi með spjótinu. Hann reið
nú allt hvað af tók á eftir erninum og er þeir eru alveg að
komast að hömrunum, kastaði hann spjótinu og hitti í væng
amarins, svo örninn seig niður og varð að sleppa ránsfeng
sínum. Barnið sakaði ekki og varð ekki vart við ótta hjá því,
enda hafði það misst meðvitund og föt þess höfðu verið það
þykk og haldgóð að klær arnarins höfðu ekki komist í gegn.