Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 52
50
BREIÐFIRÐINGUR
maí 1792. Sú reglugjörð var prentuð í heild (Lovsamling for
Island. VI. Kbh. 1856. 16-27) og einnig útdráttur og endur-
sögn úr henni (Lýður Björnsson. Saga sveitarstjórnar á Is-
landi. I. Rv. 1972. 186-188). Ekki eru mér kunnar reglugjörð-
ir um fjallskil í öðrum héruðum frá byrjun 19. aldar, en þær
liggja a. m. k. ekki á lausu. Hafi einhverjar slíkar verið samd-
ar, verður að telja líklegt að fyrirmynd hafi verið fyrrnefnd
reglugjörð úr Borgarfjarðarsýslu.
I fyrra hluta reglugjörðarinnar, þ. e. tveimur fyrstu köflun-
um, er ekkert gert til að laga hana að staðháttum og ekkert
staðamafn kemur þar fyrir. Öðru máli gegnir um seinni kafl-
ana tvo, því að þar eru beinar upplýsingar um, hvar réttir voru
og á hvaða dögum réttað var í hverri einstakri rétt.
Ein af fyrstu spumingum, sem hljóta að koma upp við
athugun á reglugjörðum sem þessum er: „Er verið að skjal-
festa ríkjandi ástand eða er verið að lýsa tillögum um nýjung-
ar?“ Lýður Björnsson segir í fyrrnefndu riti (s. 188): „má gera
ráð fyrir, að allmörg ákvæða hennar lýsi landsvenju, enda sum
byggð á þágildandi lögum.“ Vel má vera að svo sé að sumu
leyti, t. d. á það örugglega við um upptalningu á réttunum
sjálfum, en annað hefur örugglega verið nýlunda eins og tíma-
setning réttardaga og skráning marka, sem varð fyrirrennari að
prentuðum markatöflum.
Eins og ég gat um í fyrrnefndri grein minni um Flekkudal,
voru í framhaldi af upplestri reglugjörðarinnar á þingstöðum í
sýslunni 1809 tilnefndir leitaformenn eða fjallkóngar. Á mann-
talsþingi á Staðarfelli 2. júní var bókað: „Til leita formanna í
haust að kemur vóru af réttinum útnefndir hreppstjórinn m(on-
sjö)r Ólafur Hallsson á Kjallaksstöðum og Brynjólfur Andrés-
son á [svo] Skoravík.“ Næstu ár á undan og eftir voru menn
ekki útnefndir til þessara embætta á manntalsþingum. Fyrir
því var augljós ástæða, því að lengst af höfðu verið nokkrir
hreppstjórnarmenn í hverjum hreppi, vanalega þrír til fimm og
kölluðust hreppstjórar. Um þetta leyti var gerð breyting á
sveitarstjórnarmálum. Með konungsúrskurði 21. júlí 1808 var
amtmönnum falið að semja erindisbréf fyrir hreppstjóra: „In-