Breiðfirðingur - 01.04.2001, Qupperneq 53
51
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL í DÖLUM
strúx fyrir hreppstjómarmenn á íslandi“, sem var útgefið þann
24. nóvember 1809 af Magnúsi Stephensen dómstjóra og amt-
mönnunum Stefáni Stephensen og Stefáni Þórarinssyni. In-
strúxið var prentað sérstaklega í Leirárgörðum 1810 og hljóðar
upphaf 28. greinar svo:
Hreppstjóri gangist fyrir og ákæri til lagasekta, ef ekki er
hlýtt, að allur geldpeningur, ótamin hross, geldneyti, geldfé
og málbær eða fráfær lömb, rekist á vorum úr allri sveitinni
á afréttir, hvar nokkrar tilliggja, eða eru til leigu að fá, en
líðist ekki í heimahögum, búendum til stórskaða á málnytu,
töðum, engjum, heyvinnu, með töf til vörðslu, og á vetrar-
beitar högum. Hann kalli sérhvörn. af hvörju helst standi
sem hann er, og sem sex fullorðnar sauðkindur eða fleiri á,
eða hefir undir hendi, sömuleiðis til fjallskila og til að leggja
til mann til gangna á haustum, eptir því sem hvörju bygðar-
lagi hæfir, og sérhvörr sýslumaður, með amtmanns sam-
þykki, niðurskipar um göngur og fjallskil í sérhvörri sýslu.
Hreppstjórar hafa samkvæmt þessu átt að stjórna fjallskilum
ásamt ótal mörgu fleiru, sem hér kemur ekki málinu við. Sam-
kvæmt erindisbréfinu var ekki nema einn hreppstjóri í hverri
sveit, þeir urðu einvaldir. Sú skipan hélst þangað til Kristján
konungur IX gaf var út „tilskipun um sveitastjórn á Islandi“ 4.
maí 1872 og verður vikið að henni síðar.
Friðrik Eggerz gat um þessa reglugjörð í ævisögu sinni (fJr
fylgsnum fyrri aldar. Reykjavík 1952. II. 58 og 87) og segir að
sýslumaður og hreppstjóri hefðu lítt skeytt, þótt hún væri „al-
gjörlega yfirtroðin í sveitinni“. Séra Friðrik bjó í Búðardal á
Skarðsströnd á árunum 1828-44 og taldi sig verða fyrir mikl-
um skaða af þessum sökum og sagði „að einu félagi er langt-
um minna tjón búið af því að ala á sig hegningarlausan þjóf en
hirðulaust yfirvald.“ Þessi orð velur Friðrik frændum sínum á
Skarði og verður að taka þeim dómi sem í þeim felst með alveg
sérlega mikilli varúð. Líklegasta skýringin er sú að yfirvöld-
um á Skarðsströnd hefur þótt margt í reglugjörðinni óþarfa ný-