Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
breytni sem þeir töldu ekki nauðsynlegt að sinna. Eins og
síðar kemur fram voru fleiri óánægðir með hana.
2. Fjallskilareglugjörðfrá 1877
Með fyrrnefndri tilskipun um sveitarstjóm frá 4. maí 1872 var
komið á hreppsnefndum eins og menn þekkja vel frá 20. öld.
Þeim var nú fengið í hendur margt sem áður var í verkahring
hreppstjóra, m. a. fjallskil og þar stendur í 17. grein:
Hreppsnefndin skal takast á hendur skyldur þær, sem hvílt
hafa á hreppstjórum, að sjá um notkun afrjetta, fjallskil, fjár-
heimtur og ráðstafanir til að eyða refum, og jafna niður gjöld-
um, sem af því leiðir.
I sömu tilskipun eru einnig ákvæði um sýslunefndir og hlut-
verk þeirra og 2. töluliður 39. greinar er svohljóðandi:
Hún [þ. e. sýslunefndj skal semja reglugjörðir um notkun
afrjetta, fjallskil, fjárheimtur, ráðstafanir til þess að eyða
refum, og fl. Sömuleiðis skal hún annast um, að nákvæmar
fjármarkatöflur fyrir sýsluna verði prentaðar, þegar henni
þykir þörf á, og að minnsta kosti einu sinni hvert 10. ár.
Aður hafði þó verið haldinn sýslufundur í Dalasýslu, því að í
blaðinu Þjóðólfi 10. júlí 1868 voru birtar „Samþykktir sýslu-
fundarins að Hvammi í Hvammssveit“ frá 22. júní það ár. Fund-
urinn var haldinn að frumkvæði Guðmundar prófasts Einars-
sonar að Kvennabrekku og Lárusar Þ. Blöndals, sem varð
sýslumaður Dalamanna 1867 og var hans getið í síðasta hefti
Breiðfirðings. A fundinn mættu 17 menn, enginn af Skarðs-
strönd, en fjórir úr Hvammssveit og Saurbæ og færri úr hinum
hreppunum. A fundinum var m. a. rætt um „smáfélög til vöru-
vöndunar og verzlunarsamtaka“, að minnka kaup á munaðar-
vöru, sporna við flakki, bæta heyásetning og einnig var óskað
eftir „að stofnuð verði sýslunefnd, 1 kjörinn maðr fyrir hvem