Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 56
54
BREIÐFIRÐINGUR
Áður en svo yrði gert var reglugjörðin samþykkt á aukafundi
„amtsráðsins í vesturamtinu 30. dag ágústm. 1877.“ Þar segir um
hana: „Reglugjörð þessi er að öllu samhljóða reglugjörð, er
amtsráðið staðfesti... 22. júní f. á., nema að því leyti, að inn í hina
nýju reglugjörð er bœtt einni grein, 32. gr„ um meðferð á ótömd-
um hrossum.“ Umrædd fjallskilareglugjörð var síðan prentuð
1877. „Reglugjörð fyrir Dalasýslu um grenjaleitir, notkun afrjetta,
fjallskil og rjettarhöld, m. 11 Reykjavík, 1877. Prentsmiðja ,Jsa-
foldar“. Sigm. Guðmundsson.“ Kverið er 15 s. í 8vo-broti. Aftast í
reglugjörðinni er svohljóðandi staðfesting Vesturamtsins á henni:
Framanskrifuð reglugjörð er staðfest af amtsráði Vestur-
amtsins á fundi að Stykkishólmi 22. júní 1876.
íslands Vesturamt, Reykjavík 24. júlí 1876.
Bergur Thorberg.
3. Seinni fjallskilareglugjörðir
Seint á 19. öld voru margar fjallskilareglugjörðir settar, næst-
um örugglega í öllum sýslum landsins, þótt hér hafi ekki verið
kannað sérstaklega. Þorvaldur Thoroddsen sagði árið 1919
(.Lýsing íslands. III. Kbh. 1919. 197) að yfir 60 hefðu þá verið
prentaðar í Stjórnartíðindum.
Mér sýnast nokkrar líkur á því, að reglugerðin fyrir Dala-
sýslu frá 1877 hafi verið með þeim fyrstu sem samdar voru, en
ástæðan fyrir því sé sú, að til var eldri reglugjörð fyrir sýsluna.
Ekki hefur verið reynt að athuga hvaða fyrirmynd Dalamenn
höfðu að henni eða hvort hún hefur orðið fyrirmynd reglugjörða
í öðrum héröðum. Víst er að Borgfirðingar urðu seinni til, því
að tveimur árum síðar var samþykkt fjallskilareglugjörð „á
fundi amtsráðsins í Vestummdæminu 11.-13. dag júlímánaðar
1878.“ Hún var alls 41 grein (Kristleifur Þorsteinsson. „Afrétt-
arlönd Borgfirðinga og Mýramanna.“ Göngur og réttir. II. Önn-
ur prentun aukin og endurbætt. Akureyri 1984. 343.) Aftur á
móti var reglugjörðin fyrir Dalasýslu aðeins 33 greinar.