Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 59
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL í DÖLUM
57
reglugerð 12. maí 1930 um breytingu á fjallskilareglugerð
Dalasýslu frá 17. ágúst 1923.“ Hún er númer 50/1934 og er
eingöngu viðbót við 8. kafla reglugerðarinnar, þ. e. í raun við-
bót við viðbót.
Nú verður langt hlé, því að 30. júlí 1952 er næst gefin út
„Fjallskilareglugerð fyrir Dalasýslu." Hún varnúmer 163/1952.
Ekki er sú reglugerð að öllu leyti í samræmi við tímana, því
að upphaf 9. greinar hljóðar svo: „Aður en lömbum er sleppt
eftir fráfærur, skal gæta þeirra í tvo sólarhringa að minnsta
kosti, annaðhvort heirna eða í fjalllendi því, er þau eiga að
ganga í yfir sumarið.“ Þegar reglugjörðin var sett var hvergi
fært frá á Islandi og í Dalasýslu hafði varla verið fært frá eftir
1930. Einnig er allt verðlag enn reiknað í álnum.
Haustið 1962 nánar tiltekið 1. október var gefin út „Fjall-
skilareglugerð fyrir Dalasýslu." Hún var númer 173/1962.
Ekki er hér minnst á fráfærur, en enn er notað álnatal, en verð-
lagsskrár voru seinast gefnar út 1963.
Haustið 1975 12. september er gefin út „Fjallskilareglugerð
fyrir Dalasýslu." Hún var númer 400/1975. Nú er fyrst miðað
við leitir á laugardegi, sem var gert til að auðveldara væri að
fá utansveitarfólk til að aðstoðar. Samkvæmt sýslufundargerð
frá 1971 kom frumkvæðið frá Kaupfélagi Hvammsfjarðar, en
ástæðan var einnig sú, að leitir á mánudegi tóku langan tíma
frá slátrun.
Næst þegar reglugerð er gefin út eða 30. ágúst 1990 er ekki
lengur talað um fjallskilareglugerð, heldur heitir hún: „Fjall-
skilasamþykkt fyrir Dalasýslu.“ Ekki er þó sjáanlegt að nafn-
breytingin hafi haft nokkra þýðingu.
Seinasta reglugjörð kallast: „Fjallskilasamþykkt fyrir Dala-
sýslu.“ Hún var gefin út 2. sept. 1997 og var númer 532/1997.
Hér verður ekki meira um ofangreindar reglugerðir eða sam-
þykktir fjallað sérstaklega en stundum verður vitnað hér á eftir
til þeirra um einstök atriði.