Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 63
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL í DÖLUM
61
Nú verða skoðaðar réttir í hverjum hreppi og síðan athugað,
hvort og hvaða breytingar hafa orðið.
Hörðudalshreppur: I reglugjörðinni frá 1809, 3. kafla § 6
segir, að þar séu „Vífilsdals- og Seljalandsréttir“. Rétt í Vífils-
dal er aftur á móti ekki nefnd í sóknalýsingu Jóns Jónssonar
bónda í Hlíð í Hörðudal frá 1854, en þar stendur:
Hörðdælingar hafa haft upprekstur innanvert á Langavatns-
dal, sem er almenningur. Hörðdælingar hafa rétt á Selja-
landi og rétta mánudaginn í 21. viku sumars; til hennar leita
og allir Borghreppingar úr Mýrasýslu.
Réttin á Skjaldarhamri hjá Seljalandi komst í dómsmálabækur.
Gísli Jónsson á Saurum í Laxárdal, Saura-Gísli, lagði það í
vana sinn að fara á haustin í allar fjárréttir í Dölum, en fyrir-
komulagið sem þá tíðkaðist gerði það mögulegt. Haustið 1853
lenti Gísla saman við Jón Jónsson bónda og hreppstjóra í Hlíð.
Jón vildi setja ofan í við Gísla,
en hann brást reiður við og veittist að Jóni gamla og barði
hann niður í svaðið með bölvi og ragni. Loks spýtti hann lúku
sína fulla af tóbakshrákum og skellti framan í hreppstjór-
ann, svo að öll vit hans fylltust.
Fyrirliði Borghreppinga í réttinni var Guðmundur Guðmunds-
son í Stangarholti, sem hér getur síðar. Hann tók Gísla, batt á
höndum og fótum og lét hann liggja bundinn á réttarveggnum
meðan réttað var. Fékk Gísli sendar háðsglósur en hann hrækti
á móti. Jón í Hlíð kærði Gísla fyrir sýslumanni, Kristjáni
kammerráði á Skarði, og var hann dæmdur til 10 vandarhagga
hýðingar, en 8. jan. 1855 var sá dómur ómerktur þar sem Gísli
átti í málum við dómarann. Af þessu svokallaða „hrákalúku-
máli“ segir Oscar Clausen (Saura-Gísla saga. Rv. 1937. 26-27),
og oft kemur nafn Gísla Jónssonar á Saurum fyrir í Landsyfir-
réttar- og hæstarjettardómum frá þessum árum.