Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 67
65
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL í DÖLUM
Laxárdalshreppur: Mjög var athyglisvert að í reglugjörðinni
frá 1809 var sagt að enginn vissi til þess, að rétt hefði verið í
Laxárdal. Þó er þar talað um fjallkónga í hreppnum. Sam-
kvæmt því sem að framan segir ætti rétt hjá Dönustöðum ekki
að vera eldri en frá því seint á 19. öld. Hún er örugglega réttin
sem enn sjást leifar af við Hólkotsá framan við Dönustaði (Ar-
bók Ferðafélags íslands. 1997. 208). Á sýslunefndarfundi 11.
mars 1896 var talað um að flytja réttina að Gillastöðum og
nákvæmar er af þessu sagt í skýrslu um aðalfund amtsráðsins í
Vesturamtinu 3. og 4. ágúst 1896, sem birtist í B-deild Stjórn-
artíðinda, en þar segir:
Amtsráðið samþykkti þá breytingu, sem sýslunefndin í Dala-
sýslu hafði ... ákveðið ... að fjárréttin skyldi eptirleiðis vera
í Gillastaðalandi norðan Laxár, þó þannig, að einnig mætti
hafa aðra fjárrétt sunnan Laxár í Svarfhólslandi, ef meiri
hluti hreppsbænda óskuðu þess. Þar sem hreppsbændur nú
síðast hafa ákveðið, að láta sjer nægja, að hafa eina rjett,
sem sje á Gillastaðahálsi, gat amtsráðið eigi sinnt framkom-
inni beiðni frá sýslunefndarmanni og hreppsnefndaroddvita
Kristjáni Tómassyni á Þorbergsstöðum, um að amtsráðið
vildi skipa svo fyrir, rjettirnar skyldu vera tvær í Laxárdal-
hreppi [svo], önnur fyrir sunnan og hin fyrir norðan Laxá.
í reglugerð frá 1904 stendur að í „Laxárdal leyfist að halda
skilarjett á Svarfhóli.“ Lögrétt hefur þá verið á Gillastöðum,
þótt það sé ekki tekið fram sérstaklega. Við Gillastaði hefur
rétt verið endurbyggð þrisvar sinnum.
Hvammssveit: Um réttina á Svínadal, er áður var getið, sagði
séra Þorleifur Jónsson í Hvammi í sóknalýsingum frá því 1839:
I fornöld var lögafrétt Hvammssveitinga á Hólkunardal eð-
ur -heiði milli Svínadals og Bitru, þá réttin var sunnanvert
við Mjósyndi og gil það sem Réttargil heitir, en lagðist
niður eptir því sem landið eyðilagðist.