Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
Séra Þorleifur Hvammi var ekki sammála reglugjörðinni frá
1809, en þar segir að Saurbæingar hafi áður leitað til réttarinn-
ar við Réttargil. Aftur á móti var hann sammála skjalinu frá
byrjun 15. aldar um, að Hvammssveitingar hefðu leitað til
þessarar réttar, enda er hún í Hvammssveit, en ekki í notkun
1809.
Um réttir og uppreksktrarlönd í Hvammssveit sagði séra
Þorleifur á sama stað. Nokkrir notuðu Gleraskógaland, en
aðrir lönd Hvamms, Sælingsdals og Sælingsdalstungu, og „að
sunnanverðu réttað í Gleraskógum þá 20 vikur eru af sumri,
en að vestan- og norðanverðu er fé rekið að Lambadalsrétt í
Sælingsdal í 21*“ sumarviku."
Árið 1877 er fyrst getið um rétt hjá Skerðingsstöðum og er
hún þar enn þann dag í dag, en hefur verið endurbyggð nokkr-
um sinnum. Leitum í Hvammssveit hefur verið lýst af ná-
kvæmni í 3. bindi af Göngum og réttum.
Fellsströnd: Um réttina á Flekkudal var rætt í fyrmefndri grein
minni. I reglugjörðinni frá 1809 er glögglega talað um Halls-
staðarétt og Hallsstaðabóndinn talinn réttarbóndi. I sóknarlýs-
ingunum frá 1839 sagði Jón Gíslason prestur í Hvammi: „En á
Fellsströnd er Flekkudalur léður til uppreksturs, og er réttað
við Hallsstaðarétt." Við Hallsstaði sagði séra Jón einnig:
„Skammt fram á dalnum með hlíðinni er Hallsstaðarétt sem
haldin er í 21tu sumarviku.“ Árið 1877 er um rétt á Fellsströnd
aðeins sagt, að hún sé „á Flekkudal.“ Hér hefði seinni tíma
mönnum þótt gott að nákvæmara hefði verið tekið til orða.
Heiman við Merkigil í landi Hallsstaða er rétt, sem þar
stendur í halla rétt við gilið. Þangað sagðist Olafur Pétursson
afi minn hafa farið í réttir. Þegar ég skoðaði þessa rétt 1978
var aðeins sjáanlegur einn dilkur og kró inn af, svo að annað-
hvort hefur réttin ekki verið stærri eða gilið hefur tekið mikið
af henni. Mikið og langt aðhald er neðan við réttardymar að
innanverðu og augsýnilega gert af mannahöndum. Rétt Fells-
strendinga var lengi framan við Álfagil miklu framar á daln-
um.