Breiðfirðingur - 01.04.2001, Side 69
67
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL f DÖLUM
í fyrmefndri grein minni var haft eftir Þorsteini heitnum
Péturssyni, bróður mínum: „Ólafur afi minn sagði að hann
hafi komið í gömlu Hallsstaðarétt 1880-90. Hallsstaðarétt eða
Flekkudalsrétt hefur þá verið á sama stað og gamla réttin á
Flekkudal er nú. Eldri menn á Fellsströnd Jóhann Jónasson í
Skógum og Pantaleon Guðmundsson í Amarbæli sögðu mér
að réttin væri búin að vera þama í 250 ár eða frá því um
1700.“ Ekki er gott að sjá af hverju þetta ártal er nefnt. Ekki er
hægt að segja annað en reglugjörðin frá 1809 styrki fremur þá
ætlan, að Hallsstaðarétt hafi verið við Merkigilið. Gamla réttin
við Alfagil var í landi Staðarfells, sem á mestallan Flekkudal,
en engin heimild um réttarbyggingu á Fellsströnd er í sýslu-
fundargjörðum Dalasýslu, sem oft er hér vitnað til. Réttin
hefur getað verið byggð um 1880-90 á öðrum og nýjum stað.
Nafnið Hallsstaðarétt bendir fremur til þess að hún hafi
fyrrum verið við Merkigil. Réttin hefur verið fyrir Fellsstrand-
arhrepp, en þá vaknar spurningin hverjir leituðu til hennar, því
að merki milli Fellsstrandar- og Skarðsstrandarhreppa hafa
ekki alltaf verið á sama stað. Skarðsstrandarhreppur náði inn
að Kjarlaksstaðaá og Tunguá til 1772, svo að þess vegna
mætti giska á, að af Utbæjum á Fellsströnd hefði verið leitað
og rekið til réttar í Klofningsskarðinu, Klofningsréttar, meðan
þeir bæir lágu undir Skarðsströnd og jafnvel lengur. Hér er rétt
að benda á, eins og glöggt kemur fram í reglugjörðinni frá
1809, að réttir voru ekki eins bundnar einstökum sveitum
framan af 19. öld eins og síðar varð.
í reglugjörð frá 1912 og 1923 stendur aðeins um lögrétt í
Fellsstrandarhreppi að hún skuli standa „á Flekkudal í Staðar-
fellslandi“. Seinast var réttað við Alfagil haustið 1962 og í
staðinn var reist rétt í landi Túngarðs rétt við brúna á Flekku-
dalsá og nefnist hún líka Flekkudalsrétt, en einnig Túngarðs-
rétt. Aukarétt var samtímis reist við Tunguá, Tungurétt.
Eftir að mestur hluti hins gamla Klofningshrepps sameinað-
ist Fellsströnd var einnig talað um aukarétt á Ormsstöðum, en
þar var aldrei byggð sérstök rétt heldur rekið inn og dregið í
sundur í fjárhúsunum.