Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
Skarðsströnd: í reglugjörðinni 1809 voru á Skarðsströnd
nefndar „Klofnings- og Heinabergsréttir“. Ekkert vita menn
hvar rétt var á Heinabergi.
Á Skarðsströnd nefndi Kristján Magnúsen ekki réttina á
Heiðnabergi. Friðrik Eggerz sagði aftur á móti: „Þar [þ. e. á
Heiðnabergi] er önnur sauðfjárrétt Strandarmanna." Um Klofn-
ingsréttina segir Friðrik aftur á móti:
[Klofningurinn] dregur nafn sitt þaraf, að nálægt miðju er
klettabelti þetta klofið þvert um í sundur og eru sem múr-
veggir til beggja hliða, hérum 5-6 faðmar að hæð. I klof-
unni til beggja enda eru hlaðnir grjótgarðar með hliðum á,
hér er önnur sauðfjárrétt Skarðsstrendinga frá arilstíð. I
Klofningsréttinni voru í gamla daga hengdir sauðaþjófar, og
fyrir fáum árum flæktust þar bein í réttinni undir skúta úr
einum þeirra, og hét sá Ketill, en eptir dauða hans áttu
sauðir þeir að hafa fundist er hann var um kærður.1
Kristján kammerráð sagði einnig í sóknalýsingu sinni að bein
sauðaþjófs hefðu verið að flækjast við réttina.
Um réttina „að Búðardal“ þekki ég ekki aðrar heimildir en
reglugjörðina frá 1877, enda hefur hún líklega aldrei komist
lengra en á pappírinn. Á fundi sýslunefndar í Ásgarði 20. mars
1878 var ákvarðað „að sauðfjárrjettin í Skarðsstrandarhreppi
skuli, þegar hún næst verður uppbyggð, verða sett þar í Skarðs-
landareign, sem hlutaðeigandi hreppsnefnd álítur hentugast."
Á sýslunefndarfundi vorið eftir eða 5. maí 1879 var óskað
eftir samþykkt sýslunefndarinnar við áform hreppsnefndarinn-
1 f handritinu Lbs. 2005, 4to. s. 560 segir séra Friðrik Eggerz svo frá þessu með fyr-
irsögninni: Frá Katli. Ketill hét maður, hann var kærður um sauðaþjófnað dæmdur
og hengdur í Klofningsrétt á Skarðsströnd, og hræ hans huliö undir skúta í réttinni
að vestanverðu. Bein hans vóru þar skinin, og sum mosavaxin undir kinda og
manna fótum að flækjast fram yfir 1830, og skipti sér einginn um þau. En það er
sögn að kindur þær er hann hefði verið kærður um, hefðu eptir hann dáinn fundist í
Víghólsstaðafjalli - og að hann hefði saklaus verið.