Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
frá 1975 er sagt að réttin sé á Ormsstöðum, en sennilega hefur
verið farið að rétta þar um 1970. Eftir að meginhluti Klofn-
ingshrepps sameinaðist Fellsströnd var Ormsstaðarétt talin
aukarétt á Fellsströnd.
Áður en Hnúksrétt var hlaðin leituðu Klofningar, eða þeir
sem til Hnúksréttar leituðu, til Skarðsréttar og hafa þá farið
niður Otrúnarbrekkur rétt hjá Krossi á Skarðsströnd.
Saurbœr: I reglugjörðinni frá 1809 er sagt, að nýjar réttir eigi
að innréttast í landi Innri-Fagradals og Hvítadals í stað rétta „á
Svínadal sunnanvert við Mjósund og á Staðarhóli“. Um réttina
á Svínadal hefur hér verið rætt tvisvar áður. Um réttir í
Saurbæ segir Kristján Magnúsen sýslumaður á Skarði í sókna-
lýsingum 1842: „Á mánudaginn í 21u viku sumars er réttar-
dagur í Saurbæ við Staðarhóls- og Hvítadalsréttir“. Sam-
kvæmt þessu hefur rétt verið byggð við Hvítadal, en ekki í
landi Innri-Fagradals, svo að þar af leiðandi hafði réttin á
Staðarhóli ekki verið lögð niður um 1840.
Á fundi sýslunefndar Dalasýslu sem haldinn var í Ásgarði
2. maí 1877 var lagt fram bréf frá hreppsnefnd Saurbæjar-
hrepps, þar sem ákvarðað var réttarstæði á Kiðhól í Belgsdals-
landi. Um framhald réttarbyggingarinnar má lesa í Landsyfir-
rjettardómum og hæstarjettardómum í íslenzkum málum. II.
Rv. 1886. 30-35 en í landsyfirrétti var dómur kveðinn upp í
máli út af réttinni mánudaginn 25. apríl 1881.
... réttin skyldi standa á svo kölluðum Kiðahól [svoj... og
vorið 1877 var réttin bygð, en með því að hinir ákærðu Ind-
riði Gíslason á Hvoli og Eggert Stefánsson á Staðarhóli og
nokkrir aðrir hreppsbúar færðust undan að hlýða fyrirskipun-
um hreppsnefndarinnar um réttarbygginguna, varð hún ekki
fullgjör þá um vorið, heldur vantaði að byggja 3 dilka, sem
þessir hreppsbúar áttu að nota, samt sem áður var réttin notuð
sem skilarétt, að minsta kosti að nokkm leyti, haustin 1877
og 1878. Vorið 1879 skipaði sýslumaður hreppsnefndinni að
fullgjöra réttina á kostnað þeirra hreppsbúa, sem hefðu óhlýðn-