Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 73
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL í DÖLUM
71
ast fyrirskipunum hennar um réttarbygginguna, en 16. apríl-
mánaðar s. á., þegar hreppsnefndin var byrjuð að framkvæma
þessa skipun sýslumanns, komu nokkrir hreppsbúar með
vinnumönnum og unglingum, als 14 manns, að réttinni, út
búnir með verkfæri, og rifu hana alla niður til gmnna að
áhorfandi byggingarmönnum. Veggir þeir, sem þannig voru
rifnir niður, vom hlaðnir eingöngu úr grjóti, og vom 90 faðm-
ar að lengd, rúmar 2 álnir á hæð og 3 fet á þykt að neðan.
Síðan er rakinn dómur í málinu í héraði og fram kom um
verkið
að Indriði Gíslason á Hvoli hefir verið frumkvöðull og for-
göngumaður að því, en hin önnur ákærðu ýmist hafa lagt
hönd á verkið með honum, ýmist léð honum menn til að
framkvæma það. Hin ákærðu hafa viljað réttlæta atferli sitt
með því, sumpart að ákvæði hreppsnefndarinnar í Saurbæj-
arhreppi um réttarstæðið hafi ekki verið gert á löglega boð-
uðum fundi, sumpart að hlutaðeigandi landeigandi hafi ekki
gefið samþykki sitt til, að réttin væri bygð í landareign
hans, og sérstaklega þykist hinn ákærði Indriði Gíslason hafa
breytt í umboði landeiganda og jarðarábúanda, er hann reif
réttina.
Niðurstaða landsyfirréttarins var að hann þyngdi héraðsdóm-
inn mjög verulega, einkum á þeim sem taldir voru í forsvari,
en síðan segir svo:
... virðist hegning sú, sem hinir ákærðu hafa verðskuldað,
hæfilega metin til sekta til landssjóðs þannig, að hinn ákærði
Indriði Gíslason á Hvoli gjaldi 100 króna sekt eða sæti ella
30 daga einföldu fangelsi, hinn ákærði Eggert Stefánsson á
Staðarhóli gjaldi 50 kr. sekt, eða sæti ella 15 daga einföldu
fangelsi, og hin ákærðu Sæmundur Magnússon á Þverfelli,
Jón Hannesson og Ragnheiður Olafsdóttir í Hvammsdals-
koti, Indriði Indriðason á Hvoli, Anna Margrét Jónasdóttir í