Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 77
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL í DÖLUM
75
strönd. Skúli var sýslumaður til æviloka 1837. Síðustu árin
var honum mjög til aðstoðar Þorvaldur Sívertsen í Hrappsey,
tengdasonur hans. Eftir Skúla tók við sýslumannsembættinu
sonur hans, Kristján kammerráð.
Þótt meira hefði verið um það að menn flyttu milli sveita á
19. öld en almennt var á 20. öld, þá hefur varla verið brýn þörf
á að skrifa nýja markatöflu fyrir alla sýsluna árlega og láta
uppskrifa fyrir hverja rétt eða öllu heldur fyrir hvem réttar-
bónda. Einnig er spurning hvort vel hefði gengið að halda
tímaáætlun og sumum hefur eflaust þótt óþarfi að láta menn
um hásláttinn sitja á hverju sumri við að skrifa upp markatöfl-
ur. Eftir að farið var prenta markatöflur, þótti oft nægja að láta
prenta þær á 10 ára fresti.
Eitthvað er varðveitt af skrifuðum markaskrám og úr Dala-
sýslu er til skrifuð skrá af Skarðsströnd frá árinu 1809 og er
augljóst samband milli hennar og reglugjörðarinnar. Má telja víst
að markataflan sé með þeim elstu sem til em og því merkileg
sökum aldurs, en því miður eru ekki varðveittar aðrar skrifaðar
úr Dalasýslu. Hún verður birt hér orðrétt, en ekki er hægt að
segja að hún sé margorð og ekki er alltaf haft fyrir því að feðra
menn. Athygli vekur, að á Tindum og í Arney eru aðeins greind
nöfn bæja og manna, en ekkert mark. Engin regla er á því hvort
eyrað er nefnt fyrr, sem hefur verið óþægilegt í notkun, og
bendir það enn til þess að markatöflur hafí ekki áður verið
algengar. Ekki hefur hér verið reynt að leita að því hvort sum
markanna koma fyrir í markaskrám síðar eða em enn í notkun.2
Fjármörk búenda á Skarðsströnd 1809
Fagridalur Bjarni Bjamason
Sigurður Pálsson
Jón Nikolásson
tteiðnaberg Jón Gíslason
Sneitt framan bæði, og biti aftan vinstra.
Sýlt hægra, og 2 fjaðrir aftan sama eyra.
Tvístýft framan hægra, sýlt vinstra
og fjöður aftan.
Sneitt aftan vinstra og hnífsbragð framan
2 Mér hefur verið sagt, að markið á Manheimum sé enn í markatöflu Dalasýslu hjá
Einari Jónssyni á Hallsstöðum á Fellsströnd.