Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
Alexander Bjamason niðurraðað.“ Viðbætir var saminn árið
1869 og árið 1874 var gefin út „Sauðfjármarka-skrá fyrir Dala-
og Strandasýslur 1874. Eptir hlutaðeigandi sýslumanna-ráð-
stöfun, og samkvæmt skýrslum hreppstjóranna hefir Alexand-
er Bjarnason niðurraðað.“ Var þessi þriðja skrá eðlilega miklu
stærri en tvær þær fyrri, en þær voru allar settar saman áður en
sýslufundir fóru að tíðkast eftir tilskipaninni frá 1872 eins og
áður sagði. A sýslufundi árið 1888 var að frumkvæði amt-
manns talað um sameiningu Stranda- og Dalasýslu, en það var
ekki talið heppilegt.
Alexander Bjarnason (1815-1896), sem sá um niðurröðun í
þremur fyrstu markaskránum fyrir Dalasýslu, var kenndur við
Fremri-Þorsteinsstaði í Haukadal, en þar bjó hann á árunum
1846-60, var þar síðan húsmaður, en dó í Villingadal í Hauka-
dal. Eftir hann komu út tvö kver á Akureyri og hið fyrra 1860:
„Um íslenzkar drykkurtir, söfnun þeirra, geymslu, nytsemi,
verkanir og tilreiðslu." Þetta kver var endurprentað 1982.
Seinni bókin var prentuð 1876: „Sálmaval til helgidagalestra
árið um kring. 1. til meistara Jóns Vídalíns Hússpostillu og 2.
til dr. P. Pjeturssonar Prjedikana. Samtal á sunnudagsmorgun
og nokkur vers.“ Einnig skrifaði Alexander greinar í blöð.
Fleiri markatöflur prentuðu mörk úr Dalasýslu um 1860, en
það ár kom út: „Markaskrá fyrir Mýra- og Hnappadalssýslu
og Hörðadal í Dalasýslu 1860. Eptir skýrslum hreppstjóranna
hefir niðurraðað M. Gíslason." Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-
Kroppi fullyrðir (Göngur og réttir. II. Önnur prentun. Akureyri
1984. 343), að þetta hafi verið Magnús Gíslason (1814—1867),
sonur séra Guðmundar Gíslasonar prests í Hítamesi. Magnús
var þá settur sýslumaður í Mýrasýslu og árin 1861-65 var
hann settur sýslumaður í Dalasýslu. Sonur Magnúsar var hinn
þjóðkunni Eyjólfur ljóstollur.
Sex árum síðar kom út: „Markaskrá fyrir Mýra- og Hnappa-
dalssýslu, Hörðadal og nokkra bæi í Miðdölum í Dalasýslu
1866. Eptir skýrslum hreppstjóranna hefir niðurraðað Jóh.
Guðmundsson.“ Hér var enn lengra seilst í Dalina og virðist
hugmyndin í þessum elstu markaskrám hafa verið að hafa