Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 81
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL í DÖLUM
79
saman í skrá mörk af þeim svæðum, þar sem fé gekk saman á
sumrin. Ekki hélst sú skipan mála lengi, því að 1873 var
markaskrá gefin út aðeins fyrir Mýrasýslu og 1880 aðeins fyr-
ir Dalasýslu.
Hér verður þetta ekki rakið lengra, en það virðist ljóst, að
söfnun til markataflna hafi hafist um 1800 og prentun þeirra
byrjað upp úr miðri 19. öld. I upphafi hefur eitthvað verið
reynt að prenta saman í töflu mörk þeirra sem áttu fé sem gekk
saman.
Loks má geta hér til fróðleiks að á sýslufundi á Staðarfelli
8. mars 1892 var lagt fram bréf frá amtinu um „breyting á
fjármörkum þannig að hver sýsla fái yfirmark á hægra eyra en
hver hreppur undirben á sama eyra.“ Ekki gat sýslunefnd
fallist á þessa markabreytingu, en ákvað aftur á móti „að taka
upp brennimark fyrir sýsluna og hreppana þannig að hver
hreppur hefir brennimarkið D 1-8 á hægra homi“.
6. Hvenær var leitað
Ljóst virðist að ekki hafi lengi verið fastákveðið eða bundið
hvenær réttir skyldu vera. Hið röggsama yfirvald, Magnús
Ketilsson sýslumaður í Búðardal á Skarðsströnd, virðist hafa
reynt að fastsetja leitardag. Samkvæmt Dóma- og þingabók
Dalasýslu fyrir árið 1779 stendur m. a. á Staðarfelli 14. maí:
„Fjárleitadagurinn er tiltekinn eftirleiðis jafndægursdaginn, ef
ei ber á helgan dag en annars næstan rúmhelgan dag eftir.“
Ekki er þarna getið hvaða dag fjárleitardagur var fyrir 1779,
en svo liggur beint við að skilja að leitardagur hafi áður ekki
verið fastákveðinn. Jafndægursdagurinn er 22. eða 23. sept.,
en síðar voru leitir alltaf miðaðar við tiltekinn vikudag í tiltek-
inni viku sumars, en aldrei við fastákveðinn mánaðardag. Fleiri
heimildir virðast styrkja þetta. Arið áður eða 1778 kom út í
Hrappsey bók eftir Magnús Ketilsson sem nefndist: Undirvís-
un um þá íslendsku sauðfjárhirðing. Þar segir Magnús (s.
50-51) ekkert um venju hvenær leita skuli á haustin, en lög
segja, að leitir eigi að fara fram þegar hreppstjórnarmenn telji