Breiðfirðingur - 01.04.2001, Side 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
það henta. Síðan stendur orðrétt: „Um fjallgöngurnar, sem nú
er orðin að fjallreiðum, síðan ómennskan magnaðist, vil eg
ekkert tala né um réttarnar.“ Þetta var skrifað þegar fjárskipti
eftir fjárkláðann fyrra höfðu farið fram, en fyrir fjárkláðann
segir Magnús, að tíðkast hafi að menn seldu tóbak og brenni-
vín í réttunum:
Hvar af orsökuðust einatt áflog og skammaryrði og var það
illt þakklæti við góðan Guð, sem þá hafði blessað bændum
sauðfé sitt um sumarið. Það er meira vandaverk að vera vel
í réttum, hvar sauðir eru einatt sora merktir eður markið
óglöggt en so, að mönnum henti að missa þar vit og sjón.
Ekki verður annað ráðið af ákvörðun Magnúsar Ketilssonar en
hann hafi mælt svo fyrir að til allra rétta skuli smala sama dag,
jafndægursdaginn. Aftur á móti varð rnikil breyting með
reglugerðinni frá 1809, en þar er nákvæmlega fyrir sagt í 3.
kafla § 7, að réttað skyldi fyrst í Innri-Fagradalsrétt mánudag-
inn í 21. viku og síðan smala til næstu réttar og vanalega rétt-
að þar næsta dag. Síðast skyldi réttað í Vífilsdalsrétt miðviku-
daginn í 22. sumarviku.
Víkjum nú að því hvenær sóknalýsingarnar segja að ein-
stakar réttir voru. Kristján Magnúsen kammerráð tímasetur
sama dag, mánudaginn í 21. viku sumars, sem upphaf rétta í
Saurbæ eins og áður sagði, en þriðjudaginn í sömu sumarviku
sagði hann réttað í Klofningsrétt og er það degi fyrr en reglu-
gjörðin sagði fyrir um. Ekki er í sóknalýsingunum dagsetning
á réttum á Fellsströnd, Hvammssveit og Haukadal. I Fells-
endarétt sagði Jón Jónsson í Hlíð vera réttað föstudaginn í 21.
viku sumars, en samkvæmt reglugjörðinni átti að rétta þar
þriðjudaginn í 22. viku sumars, eða þriðjudaginn næstan á
eftir. Mánudaginn í 21. viku segir Jón Jónsson í Hlíð að réttað
hafi verið á Seljalandi, en reglugjörðin 1809 sagði að þar
hefði átt að rétta miðvikudaginn í 22. viku sumars. Af þessu er
ljóst, að um miðja 19. öld hefur ekki verið fylgt fyrirmælum
reglugjörðar frá 1809 um dagsetningu einstakra rétta. Hver