Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 83
GAMLAR HEIMILDIR UM FJALLSKIL f DÖLUM
81
skýringin hefur verið verður hér ekki fullyrt, en líklegt má telja
að dagsetningar hafi þurft að laga eitthvað að aðstæðum. Aftur á
móti kemur hvergi annað fram en leit hafi aðeins verið ein.
Ein af samþykktum á fyrmefndum sýslufundi í Hvammi 22.
júní 1868 var „Að færa fjárleitir og réttarhöld fram í 22. viku
sumars“, eða úr 21. í 22. viku sumars. I reglugjörðinni frá
1877 segir í 12. grein:
Þrjár skulu fjall-leitir á hausti.
Fyrsti leitardagur skal vera mánudagur í 22. viku sumars,
og skal rjettað að morgni þriðjudaginn næstan eptir, nema í
Fellsstrandar- og Saurbæjarhreppum, hvar rjettað skal sjálf-
an leitardaginn.
Annar leitardagur skal vera næsti miðvikudagur eptir
fyrsta leitardag, og þriðji leitardagur föstudagur næstur þar
á eptir.
Þó skal Hörðdælum, sökum fjársamgöngu við sunnlend-
inga, fyrst um sinn leyft að hafa annan leitardag mánudag-
inn í 23. viku sumars, og þriðja leitardag miðvikudaginn
næstan eptir.
Annar og þriðji réttardagur skulu vera sjálfa leitardagana.
Hér er nú heldur betur breytt frá því sem var mælt fyrir 1809,
leitir hefjast viku seinna og eru orðnar þrjár í staðinn fyrir
eina, en þær eru allar leitaðar í sömu vikunni. Rétt er til glöggv-
unar á vikutalinu að geta þess að 3. leit var föstudaginn í 23.
sumarviku. Eðlilegt var að 22. vika sumars væri kölluð leita-
vika, sem var algengt þegar ég man fyrst eftir um 1950, en þá
hafði leitum verið dreift meira en hér var lýst.
I 27. gr. reglugjörðar frá 1877 er getið um dagsetningu skila-
rétta og áttu þær að haldast „í lögrjett hverri" tiltekna daga. I
Laxárdal miðvikudag í 23. viku sumars; í Haukadal og Hvamms-
sveit daginn eftir, þ. e. fimmtudaginn í 24. viku; í Miðdölum,
Fellsströnd, Skarðsströnd og Saurbæ föstudaginn í 24. viku;
en seinast í Hörðudal laugardaginn í 24. viku sumars. Með
öðrum orðum, skilaréttir á að halda í vikunni eftir allar leitir. í