Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
reglugjörð frá 1904 var tímasetning réttardaga fyrir 1. og 2.
leit eins og var í fyrri reglugjörð. Óbreytt voru þá einnig
ákvæðin um dagsetningu skilarétta, en þriðja leitin „skal ávallt
fara fram daginn fyrir skilarjettardaginn“ og var það breyting
frá því sem áður var, þegar þriðja leitin átti að vera á föstudag-
inn í „leitavikunni“ eða með öðrum orðum í 23. viku sumars.
Nokkur breyting var í reglugjörð frá 1912, en þá var fyrsta
leit mánudaginn í 22. viku, önnur leit miðvikudaginn í sömu
viku og þriðja leit mánudaginn í 23. og skilarétt daginn eftir
nema í Miðdölum miðvikudaginn í 23. og í Hörðudal laugar-
daginn í 24. viku. Þessi skilaréttardagur hefur haldist til þessa.
Með reglugjörð frá 1912 komst á skipulag á leitum, sem hélst
lengi, en þá varð 1. leit mánudaginn í 22. viku sumars, 2. leit
mánudaginn í 23. viku og 3. leit mánudaginn í 25. viku sum-
ars. Skilarétt var þriðjudaginn víðast eftir 2. leit. Þó voru gerð-
ar á undantekningar: „í Miðdalahreppi skal skilarjett haldin
fimtudaginn í 24. viku sumars, en í Hörðudalshreppi laugar-
daginn í sömu viku.“ A þessu hafa þær breytingar verið helst-
ar að þriðja leit var felld niður með reglugerðinni frá 1975, og
þá var fest að hafa leitir á laugardögum eins og áður sagði.
Hér er rétt að nefna orðið „færsluvika“ sem var í vesturhluta
Dalasýslu að minnsta kosti notað um vikuna frá mánudeginum í
21. viku til mánudagsins í 22. viku sumars. Gott væri að frétta ef
menn vissu meira um útbreiðslu orðsins. Ekki voru menn sam-
mála um rétta skýringu á því hvemig orðið var til komið. Eg
heyrði þá skýringu og taldi rétta að vikan hefði heitið svo af því,
að þá hefði kaupafólk flutt sig úr kaupavinnunni. Einnig var
þessi vika nefnd „gamla leitavikan“, en eins og áður kom fram
var fólk og fé þá mikið á ferðinni. Sú skýring var einnig algeng,
að nafnið væri komið af færslu leitanna um heila viku.
7. Hver er þá niðurstaðan, hvað er nýtt?
Augljóst er, að ekki hefur verið fast skipulag á réttum og fjall-
skilum á öldum áður. Leitardagur hefur ekki verið fastákveð-
inn, fyrst var hann ákveðinn á jafndægursdaginn, 22. sept.,