Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 87
REGLUGJÖRÐ
85
§3.
Finnist nokkuð gren eður heyrist til yrlinga skulu leitarmenn
miða það vel svo hægt sé aptur að finna, án þess að granskoða
eða ransaka það um of, halda svo áfram leitinni, uns plátsið
sem þeim var fyrir sett er fullleitað. Þá skal annar leitarmaður-
inn við það fundna gren, bíða til vöktunar á meðan hinn fer og
hittir leitar hreppstjórann, segir hönum hvað fundið er og heimt-
ir 1 mann til vöktunar á hvört þvílíkt gren uns unnið verður.
§4.
Ekki er það nóg þó hvör búandi maður hafi einu sinni látið 1
mann til frá heimili sínu til grenjaleita, þurfí gren að vakta gengur
það eptir tiltölu og sannsýni jafnt yfir alla beint eftir hrepp-
stjóra niðurraðan og skipun, þó skulu þeir einir frá grenjaleit-
um og vöktun fríir vera sem ekki í eigu eða ábyrgð hafa so
margar sauðkindur framgengnar sem eptir réttri tíundar reglu
metast kunna við 1 hundrað eður 6 ær fullgildar.
§5.
Það er hreppstjóranna að hlutast til að fólk skiptist hentuglega
til að vakta grenin uns unnin eru og eins að útvega góða skyttu
í tíma til að vinna þau fyrir héreptir fastsettan betaling á hvört
gren og láti henni strax fylgja á grenin.
§6.
Svo að sem minnst þyngsli orsakist af vöktun grenjanna meðan öll
verða ei bráðlega unnin af eimri skyttu í hvörri sveit, skal eptir
bæja fjölda og öðru ásigkomulagi byrja leitina frá 6 eða 10 bæjum
sem saman leggja eða nærstir eru hvör öðmm, sem fyrsta daginn
einungis leita skulu sitt ákvarðaða pláts, finnist þá ekkert í þeirra
leit, framfari af öðmm nærstliggjandi viðlíka mörgum bæjum sem
hefja þar leitir, hinir hætta nærsta dag eptir, og þannig skal þá dag-
lega leitinni framhalda uns löndin eru öll af öllum leitarmönnum
og viðkomendum grandskoðuð en finnist gren í einhvörri leit skal
ei leitinni fyrri framhalda þar eptir en þar unnin eru eður skyttan
hefur að minnsta kosti við það legið í 2 eða 3 daga.