Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 88
86
BREIÐFIRÐINGUR
§7.
Öllum sem dýraleitum og veiðum á vor þjóna sé alvarlega
bannað, að láta hund nokkurn með sér renna undir 2 62 sekt í
hvört sinn.
§8.
Skytta fái í kaup auk fæðu á hvört heilt gren hann vinnur 2rd
courant, en takist henni annaðhvört ekkert eður einungs hálft
gren að vinna fái hún auk kosts 32 6 á dag í þrjá eða 4ra daga
sem hún liggja kann við hvört gren. Maður sem skyttan þurfa
kann til aðstoðar við grenin fái um eins langan tíma 16 6 á
dag, hönum og innan sveitar skyttu betalist ekki hestlán eður
ferð, heldur utansveitarmönnum eptir sannsýni og vegalengd.
§9.
Kostnaðinn standi allir sameiginlega í sveitinni sem fé eiga
eður í ábyrgð hafa er tíundast 1 hundrað eða meir, og skal dýra-
tollurinn af hreppstjórum greiðast og útleggjast bæði til skyttu
og skyttu aðstoðarmanns að láni vegna sveitarinnar. Sé hrepp-
stjórinn so fátækur að hann ei geti lánað þetta, hefur sýslu-
maður myndugleika að uppáleggja þetta lán, einhvörjum best
efnuðum bónda í sveitinni, en betaling fái sá er lánar á nærstu
hreppastefnu þá dýratollurinn skal útreiknast af hreppstjórum
og betalast greiðuglega þurfi hans við hjá mótþróafullum tak-
ist hann með execution.3
§ 10.
Árlega þá byrjuð er 7da sumarvikan skal hvör og eim hlutað-
eigandi vera reiðubúinn í grenjaleit, fara eður láta til mann, en
nær og hvar hann skal af sérhvörjum bæ hefjast, það skulu
hreppstjórar kvöldinu áður með skilmerkilegum boðum öllum
tilkynnt hafa viðkomendum, skulu líka allir vita, að gegna til-
hlýðilega þeirra skipun og mæta á tilteknum stað og tíma taf-
2 Merkið táknar skildinga og voru 96 skildingar í courant ríkisdal.
3 execution merkir hér lögtak.