Breiðfirðingur - 01.04.2001, Side 92
90
BREIÐFIRÐINGUR
hirðingarlitlar týnast eða horfalla, ella virðast á vetrum horað-
ar og lógast í öllu óleyfi. Að uppspyrja eiganda þess marks er
finnst á úrgangskindum og uppskiptingum úr sauðaréttum
gjöra fáir sér so annt um, sem að geta eignast þær fyrir minna
en hálfvirði skorið og etið, því má nauðsyn virðast að setja
slíkri óreglu nokkur takmörk, og skal það þess vegna vera
hreppstjórum alvarlega uppálagt árlega fyrir Jónsmessu að
hafa skýrlega uppteiknað öll þau fjármörk er finnast í hvörri
sveit bæði búandi og búlausra, ungra og gamallra í réttum
röðum, so að í eimri röðinni eða dálki standi bæjanöfnin og í
annari röð eða dálki markeigendanna nöfn á hvörjum bæ, og í
3dju röð útundan manns nafninu mark hans, vona menn svo
góðs af prestunum að þeir sameiginlegra gagnsmuna vegna
styrki sína sóknarhreppstjóra til þess að fá þettað sem reglu-
legast gjört.
§3.
Hvör sem ei fúslega gefur hreppstjórum til kynna sauðfjár-
mark sitt, má kenna sjálfum sér, þó hönum ei verði afhentar
kindur úr sauðaréttum með öðru marki en hans nafni í marka-
töflunni tilheyrir þar einginn má eiga 2 mörk á fé né heldur
leyna marki sínu.
§4.
Markatöflumar skulu hreppstjórar sýslumanni sent hafa árlega
fyrir Jónsmessu en sýslumaður gjörir eina töflu úr þeim öllum
fyrir sína sýslu og sendir hana síðan í alla hreppana um hvörja
hún einasta réttarbænda á milli skal berast eptir þeirri röð, sem
sýslumaðurinn utan á töfluna ritar, og vera mætti þessi, að
markatafla sé í umslagi frá sýslumanni í seinasta lagi komin
innan 8da júlíi að Innri-Fagradal, þar skal ábúandinn hana upp-
skrifað hafa, og frá sér sent hafa innan 12ta júlii að Hvítadal,
þar skal hana aptur uppskrifa og taflan sendast fyrir þann 16da
júlii að Sælingsdal þar uppskrifuð fer hún að Glerárskógum
fyrir þann 22an júlii, þaðan að Vatni í Haukadal fyrir þann 31sta
júlii hvar hún uppskrifast, þar frá gengur hún að Skarði í