Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
staðarétt, og á Skarðströnd Klofnings- og Heiðnabergsréttir.
Nú þótt framtaldar sveitir hafi eingar skyldu afréttir utan all-
eina Haukadalur og partur af Laxárdal og Miðdölum; en hinar
aðrar hafa leigt eða fengið hjá nábúum sínum að reka á dali
sem að nokkru leyti eru búfjárhagar, þá samt skulu bændur
eins og aðrir leigja upprekstrarpláts hjá þeim sem hafa so döl-
um varið og gjalda eptir billegheitum, samkomulagi og fjár-
fjölda, þeim sem beitarlandið tilheyrir. Allar þessar nefndu
réttir skulu hér eptir af réttarbændum viðhaldast, eptir að þær í
fyrstunni af sveitarmönnum í hvörjum hrepp voru upphlaðnar,
að athugaðri þeirri sem hér að framan lögð er, og hér eptir
lögð verður.
§7.
Innri-Fagradalsrétt skal árlega haldast um miðjan dag á mánudag-
inn í 21. sumarviku, og úrgangurinn sem nálægir menn ekki leiða
sig að, að fjallkónga forlagi rekast í Hvítadalsrétt og vaktast þar
um nóttina inntil á þriðjudagsmorguninn þá réttin skal haldast á
Hvítadal og sama dag á Heiðnabergi, en úrgangurinn úr Heiðna-
bergsrétt að forlagi fjallkónga rekast í Klofningsrétt sem haldast
skal snemma á miðvikudagsmorguninn, hvarfrá úrgangurinn án
tafar, að fjallkónga forlagi, skal rekast í Hallstaðarétt sem haldast
skal á fimmtudagsmorguninn í 22. sumarviku, en úrgangurinn úr
Hallstaðarétt að fjallkónga ráði rekist strax í Sælingsdalsrétt á
fímmtudagskvöldið, þá rétta skal á föstudagsmorguninn í 22.
sumarviku í Sælingsdalsrétt, skal þá og úrgangurinn kominn vera,8
sem haldin skal hafa verið á þriðjudaginn í 21. sumarviku eptir
fjallkónga fyrirsögn. Það sem markatöflumar nú ei helga þeim
fjómm sveitum Saurbæ, Skarðströnd, Fellströnd og Hvammssveit
rekist að forlagi fjallkónga strax án tafar í Glerárskógarétt, sem
haldast skal um nónbil sama dag og Sælingsdalsrétt, þarfrá gangi
allur úrgangur sem upptaldar 4 sveitir eigi leiða sig að, eptir að
hafa yfrrskoðað markatöflumar að Laxárdals fjallkónga ráði til
8 Hér virðist vanta f: úr Hvítadalsrétt.