Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
§3.
Sýslumaður skal á vorþingum útnefna 2 dugandi menn í hvörri
sveit sem vera skulu fjallkóngar, eður gangnaformenn að hausti
komandi. Skulu þeir einir öllum göngum ráða, og hvör þeirra
fyrir sig vera til staðar á hentugum stöðum afréttarins, hvar göng-
ur hefjast eiga, helfingur gangnamanna úr sveitinni skal á til-
tekinn stað kominn vera til hvörs þeirra ei seinna en þá sauð-
ljóst er orðið gangnadaginn, skal hann þá aðgæta, hvört ein-
hvem gangnamann vantar frá nokkrum sveitarbúanda og þeg-
ar fullbjart er raða fólkinu niður til gangna þannin að einginn
afkimi afrréttarins verði óleitaður, og hvör gangnamaður sjái
til annars þar sem verður, en lýsa þeim sekt á hendur upp yfir
alla sem ókominn er, og ei sést til þá göngurnar hefjast, skal
hann og gjalda alla sekt fortakslaust þó hann síðar komi.
§4.
Sérhvör gangnamaður skal vandlega leita það tiltekna pláts,
samt mögls og mótmælislaust auðsýna fjallkóngi sínum alla
vægð og auðsveipni ellegar gjalda hálfa sekt eða 3 mörk hvört
sinn hans brestur þarí finnst.
§5.
Alldrei mega fjallgöngur hefjast í þoku eður dimmviðri þegar ei er
fjallabjart til efstu tinda að morgni, skulu göngur heldur eptir
fjallkónga fyrirsögn bíða fyrsta tækifæris eptir þeirra ákvörðun; og
því skulu allir gangnamenn á tiltekinn stað sem áður er sagt af
fjallkóngunum safnast og vænta þeirra atkvæða um göngumar.
§6.
Hvör sem dregur sitt geldfé frá safni annarsstaðar en í réttri
rétt, eða sækir það á haustum úr fjalli heimuglega fyrir göngur
réttar, bæti tvöfaldri sekt eður 2 ríxdali og heiti óskilamaður;
þó er ei bannað í nauðsyn að farga einstöku sauðkind er geng-
ið hefur í afrétt fyrir venjulegar réttir þá hún verður þaðan tek-
in af tveimur skilríkum mönnum er hana til eigandans heim
færa til byggða.