Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 97
REGLUGJÖRÐ
95
§7.
Leyft skal og hvörjum manni sem vill að ransaka kvífé manna
nær sem þóknast, finnist þarí um gangna- eða réttardaga ann-
arlegt fé sem sannast að hafa þar fulla viku staðnæmst en er ei
til réttar rekið og lýst, sektist ábúandi þeirrar jarðar eptir 2.
kap. § 5.
§8.
Fjallkóngar skulu eptir fólks og fjárafla kveða upp menn til að
vakta safnið forsvaranlega um nóttina þarsem þess við þarf
nema hentugt og gott húsrúm á vissum stöðum verði fyrir það
fengið.
§9.
Réttarbóndi skal réttarkóngur vera og fyrir réttinni ráða, skipa
og skikka í réttum. Einginn má þar án hans orðlofs fé draga og
ei fleiri í einu en hann segir, þeir fyrst sem lengst eiga til röð.
Skal hann til sjá að góð regla sé þarí frammi höfð, og skulu
honum allir hlýða undir sömu sektir og sagt er um hreppstjóra
fyrirskipun við göngumar í þessum 4da kapit. § 1.
§ 10.
Réttarkóngur skal viðhalda sauðaréttinni og hafa þar fyrir alla
ómerkinga gamla og unga sem til hans réttar koma, og marka,
þar mæður ei helga sér eptir Jónsbókar landsleigubálks 49.
kap.
§ 11.
Réttar og fjallkóngur í Seljalandsrétt, sem skilarétt vera skal,
skulu eptir 3. kap. § 7, fyrirmælum höndla með úrganginn og
frnnist ei eigandinn að vera innan sýslu eptir granskoðan marka-
taflanna í sýslunni skal þessara uppskiptinga mörk senda í þrjár
nærstu sýslur, það er til sýslumanna í Mýra- og Hnappadals-,
Stranda- og Barðastrandarsýslum, komi samt einginn eigandi
innan nærstu fardaga, og mörkunum sé þó í tíma lýst á þessum
stöðum og eins innan sýslu þá skulu hreppstjórar 3 virða