Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 99
Kristján Bersi Ólafsson
Barnafræðsla í Suðurdalaþingum
Fræðslulögin sem samþykkt voru á alþingi sumarið 1907 tóku
gildi 1. júní 1908. Tveimur mánuðum eftir gildistökuna birtist
í Skólablaðinu, málgagni Jóns Þórarinssonar fræðslumálastjóra
(1854-1926), eftirfarandi grein, sem öruggt má telja að hann
hefur skrifað sjálfur.
Frœðslulögin nýju
mæta dálítið misjöfnum móttökum, eins og við mátti búast. Kosning
fræðslunefnda og skólanefnda mun nú víðast hvar um garð gengin,
og víða eru nefndirnar þegar sestar á rökstóla.
Hjá einstaka nefnd bryddir á kvíðboga fyrir því, að erfitt rnuni reyn-
ast að koma á lögmætum fundum til að fá samþykki á fræðslusam-
þyktum, einkum þar, sem nokkur mótþrói er móti lögununt. Þar geti
hreppsbúar „eyðilagt alt þetta kenslusamþyktarbrask nteð því einfalda
ráði að koma als ekki á fundinn, er samþykkja á samþyktina, og til þess
þarf eigi nema rúman helming hreppsgjaldenda, sem aðeins einn maður,
sem er sæmilega duglegur, getur fengið í lið með sjer móti málinu. I fá-
mennunt mannfjelögum er þetta næsta auðvelt, og stundum það ráð við-
haft í öðrum málum; en væri því beitt í þessu bamafræðslumáli, annað-
hvort af heimskulegri nísku í fjárútlátum eða öðrum ástæðum, þá yrði
það slíkur hnekkir fyrir fræðslumálið í þeim hreppi, að það mundi verða
mörg ár að bíða þess bætur, og fræðslunefndinni yrði nálega ómögulegt
að ráða nokkum hlut við starf sitt eða stjóma málinu".
Svo mörg em orð eins sveitaprestsins, sem nýlega er kosinn í
fræðslunefnd.
Prestinum er það einlægt áhugamál, að fræðslulögin komist þegar til
framkvæmda, en hann kvíðir því, að sumstaðar kunni menn að liggja
á því lúalagi að ónýta fundina með því að sækja þá ekki.