Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 100
98
BREIÐFIRÐINGUR
Kristján Bersi Ólafsson.
En skammgóðir vermir væri það. Fræðslunefndin hefir hjer tögl
og hagldir.
Samkv. 15. gr. fræðslulaganna eiga fræðslusamþyktir að vera
samdar og samþyktar eigi síðar en 1. jan. 1910; en hafi það misfarist,
á fræðslunefndin um tvent að velja: annaðhvort farskóla með að
minsta kosti tveggja mánaða kenslu á vetri, eða eftirlitskennurum,
eftir því sem þörf er á. Hún kýs sjer hvorn kostinn sem henni sýnist.
Þar sem áhugi manna á fræðslumálum er eigi meiri en það, að
einn maður - þó duglegur kunni að vera - getur hindrað lögmætan
fund ár eftir ár í þeim tilgangi að tefja allar framkvæmdir í kenslu-
málum og hindra það, að börnin nái lögskipuðu fræðslumarki, er ekki
líklegt að heimilisfræðslan sje í mjög góðu lagi. Fræðslunefndin lætur
sjer þá auðvitað ekki nægja eftirlit með heimafræðslunni; hún kýs
sjer að láta halda farskóla þannig lagaðan, að hvert bam á skólaaldri
geti fengið að minsta kosti 2 mánaða kenslu á hverju ári.
Sje heimafræðslan aftur á móti svo fullkomin í einhverju fræðslu-
hjeraði, að ekki þurfi neina opinbera kenslu til þess að fullnægja
kunnáttukröfum fræðslulaganna, heldur aðeins meira eða minna eftir-
lit með heimafræðslunni, þá banna hin nýju fræðslulög ekki það
fyrirkomulag. Reynslan mun skera úr því, hve víða það fyrirkomulag
blessast.
Hin árlegu próf gefa fræðslunefndunum bendingu um það, hvort
kenslan er í góðu lagi eða ekki. Komist þær að raun um að bömin
sjeu vanrækt, svo að líkur sjeu til að þau nái ekki fræðslumarkinu,