Breiðfirðingur - 01.04.2001, Side 101
BARNAFRÆÐSLA í SUÐURDALAÞINGUM
99
kaupa þær sjerstaka kenslu handa slíkum bömum á kostnað þess,
sem hefurþau til framfærslu (sjá 1. og 17. gr. fræðslulaganna).
Allur ótti fyrir því að fræðslulögin verði eintómt pappírsgagn þar
sem þeim er ekki tekið með ljúfu geði, virðist því vera óþarfur og
ástæðulaus, svo framarlega sem frœðslunefndirnar gera skyldu sína.
En við því mun mega búast í lengstu lög, að menn sem kosnir eru til
þess af hjeraðsbúum sjálfum, menn sem sýnt er það traust að fela
þeim umsjá bamafræðslunnar í hjeraðinu, muni láta sjer ant um að
kenslan fari í lagi.
Þó að einstaka rödd heyrist um óánægju út af fræðslulögunum, þá
ber sem betur fer meira á hinu, að þeim er vel tekið, og að þeir sem
þráð hafa breytingu til batnaðar í kenslumálunum, vænta góðs af
fyrirmælum þeirra og leggja fúslega fram vinnu og fje til að koma
þeim í framkvæmd. En framkvæmd laganna er mjög komin undir
dugnaði og samviskusemi fræðslunefndanna.
Kennsluskipulag frœðslulaganna
Skólablaðið sem flutti landsmönnum ofanskráða grein 1. ágúst
1908 var á þessum tíma gefið út af Hinu íslenska kennarafé-
lagi, samtökum sem Jón Þórarinsson skólastjóri í Flensborg í
Hafnarfirði hafði beitt sér fyrir að stofna 1889. Eitt af mark-
miðum kennarafélagsins var að stuðla að útgáfu á riti um
skóla- og uppeldismál, en tilraunir til þess að halda úti slíku
riti gengu erfiðlega. Fyrstu tilraunina gerði Jón sjálfur ásamt
tveimur félögum sínum árið 1888, og gaf þá út ársritið: Tíma-
rit um uppeldi og menntamál sem 5 árgangar komu út af. Aft-
ur var gerð tilraun í sömu átt með útgáfu Kennarablaðsins
1899-1900, en hún fór einnig út um þúfur. En í ársbyrjun
1907 hóf Skólablaðið göngu sína að undirlagi Jóns og voru út-
gefendur þess í upphafi kennarar Flensborgarskólans, en vorið
1908 tók kennarafélagið við útgáfunni og skömmu síðar gerð-
ist Jón ritstjóri þess.
Jón Þórarinsson átti sæti á alþingi 1886 til 1900, og bæði þá
og eins eftir að hann hvarf af þingi var hann óþreytandi bar-
áttumaður fyrir umbótum í íslenskum fræðslumálum, einkum
barðist hann fyrir setningu laga um barnafræðslu og bættri