Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 103
BARNAFRÆÐSLA f SUÐURDALAÞINGUM
101
Þetta leiddi til þess að víða var farið að koma upp barnaskól-
um í þéttbýli, en í sveitum voru ráðnir heimiliskennarar eða
umferðarkennarar. Kostnað af þessu fræðslustarfi báru fyrst
og fremst heimili bamanna, en víða tóku sveitarfélögin ein-
hvern þátt í kostnaðinum, og landssjóður veitti auk þess nokk-
urn styrk til kennslunnar.
Þessu sjálfsprottna og lausbeislaða skólakerfi var gjörbreytt
með fræðslulögunum 1907. I fyrsta lagi var yfirstjórn og um-
sjón með fræðslunni flutt frá kirkjunni til veraldlegra yfir-
valda, sveitarstjórna og landsstjómarinnar. Öll börn á tiltekn-
um aldri (10-14 ára) skyldu njóta lágmarksfræðslu á opinber-
an kostnað og vera skyldug til að notfæra sér hana, nema sér-
stök undanþága væri veitt frá því. Lögbundnar voru ákveðnar
námskröfur og almennri prófskyldu bama komið á til að fylgj-
ast með því að þær kröfur væru uppfylltar. En framkvæmdinni
að öðru leyti var hægt að haga á mismunandi hátt eftir aðstæð-
um í hverju héraði. I þeim tilgangi var landinu skipt í tvenns-
konar fræðsluumdæmi: skólahéruð og fræðsluhéruð. I skóla-
héruðum skyldi vera fastur skóli í að minnsta kosti 6 mánuði á
ári og starfa eftir reglugerð, sem 5 manna skólanefnd átti að
semja og stjórnarráðið að staðfesta. Laun kennara við slíka
skóla skyldu ekki vera lægri en 12 kr. á viku. En í fræðsluhér-
uðum var hægt að velja á milli farskóla, þar sem hverju bami
væri tryggð 8 vikna kennsla á ári að lágmarki, og svokallaðs
eftirlits með heimafræðslu, en þá átti kennari að starfa í 6
mánuði árlega við að aðstoða heimilin við uppfræðsluna og
fylgjast með því hvernig hún gengi. Laun farkennara og eftir-
litskennara skyldu ekki vera lægri en 6 kr. á viku, og ókeypis
fæði, húsnæði og þjónusta þar til viðbótar.
Þetta val milli farkennslu og eftirlits og nánari útfærsla á
framkvæmdinni átti að ákvarðast með svokallaðri fræðslusam-
þykkt, sem 3 rnanna fræðslunefnd átti að leggja fyrir og fá
samþykkta á almennum hreppsbúafundi, sem að minnsta kosti
helmingur atkvæðisbærra manna þurfti að sækja til þess að
niðurstaðan yrði lögleg. Fræðslusamþykktin þurfti einnig að
hljóta staðfestingu stjórnarráðsins, og í framhaldi af setningu