Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
hennar var gert ráð fyrir að staðfest yrði reglugerð um kennsl-
una sjálfa, en hana þurfti ekki að bera undir almennan fund,
ekki fremur en reglugerðir fastra skóla.
Það er ljóst að verkefni fræðslunefnda var að mörgu leyti
örðugra en skólanefnda. í skólahéruðunum voru yfirleitt fyrir
fastir skólar, sem störfuðu eftir formlegri reglugerð, og þar var
verkefnið það eitt að laga reglugerðina að nýju lögunum, sem
sögðu nákvæmlega fyrir um skipulag skólans í öllum aðal-
atriðum. En í fræðsluhéruðunum þurftu menn að velja sjálfir
þá leið sem þeir vildu fara, farskóla eða eftirlit með heima-
fræðslu, og þá hverskonar farskóla eða hverskonar eftirlit.
Og það nægði ekki að fræðslunefndin kæmist að niðurstöðu
urn þessi grundvallaratriði og yrði sammála um innihald
fræðslusamþykktar fyrir fræðsluhéraðið. Hún þurfti líka að ná
saman löglegum fundi til að fjalla um hana og samþykkja.
Umsjónarmaður fræðslumálanna hafði það hlutverk að leið-
beina fræðslunefndum við þetta erfiða verk og hvetja þær til
framkvæmda. Það gerði hann mest með bréfaskrifum og per-
sónulegum viðræðum, þegar tækifæri gafst til þeirra. Og
Skólablaðið var Jóni Þórarinssyni ómetanlegt hjálpartæki í
þessu starfi; hann notaði það til að vinna fræðslulögunum fylgi,
leiðrétta margvíslegan misskilning á innihaldi þeirra, og brýna
fræðslunefndir til dáða. Algengt var að hann notaði fyrirspurnir
eða vangaveltur sem honum bárust í bréfum sem tilefni til að
fjalla um afmarkaða þætti fræðslumálsins, og er ofanskráð
grein gott dæmi um það. Sveitapresturinn sem þar er vitnað er
til var séra Jóhannes L.L. Jóhannsson á Kvennabrekku í Dölum
en hann sendi stjómarráðinu þetta sumar bréf um „ýms atriði
varðandi bamafræðslu“. Stjórnarráðið sendi bréfið áfram til
Jóns með bréfi 20. júlí „til athugunar og til úrlausnar eftir því
sem yður þykir henta“. Jóni hefur fundist þetta bréf vera heppi-
legur texti til að leggja út af, ekki síst til að minna fræðslu-
nefndarmenn á að láta ekki hugfallast þótt þeir yrðu fyrir
einhverjum mótblæstri, mikla ekki andstöðuna um of fyrir sér,
heldur halda ótrauðir áfram baráttu sinni fyrir góðum málsstað.