Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
um nám barna jukust með lögunum frá 1880 fóru þeir í vax-
andi mæli að skipuleggja í samvinnu við heimili og hrepps-
stjórnir farkennslu til að veita foreldrunum aðstoð við upp-
fræðsluna. Styrkir úr landsjóði til farkennara í sveitum voru
fyrst veittir 1888, og þá fengu alls 40 sveitakennarar styrk úr
landssjóði. Þeirra á meðal var einn kennari úr Dalasýslu, og
hafði hann verið við kennslu í Suðurdalaþingum. Það var Þór-
arinn Ingjaldsson (1822-1891), sem hefur að öllum líkindum
verið fyrsti atvinnukennarinn í prestakallinu. Þórarinn kom úr
Húnavatnssýslu til Dalasýslu um 1870 og dvaldist á Sauðafelli
hjá séra Jakob Guðmundssyni og er sennilegt að hann hafi
einkum kennt í Miðdalahreppi.
Alls fengu 16 kennarar landssjóðsstyrk fyrir sveitakennslu í
Suðurdalaþingum á tímabilinu 1888 til 1908. Framan af voru
þeir aðeins einn eða tveir á ári (og 1891 kom enginn styrkur í
prestakallið), en um aldamótin fjölgaði þeim upp í 4 til 5 og
urðu flestir 6 árið 1907. Skrár um styrkina voru birtar árlega í
Stjórnartíðindum, en mjög var breytilegt hvaða upplýsingar
fylgdu þar með um kennslusvæðin. Fyrstu tvö árin voru
aðeins nefnd nöfn og heimilisföng kennaranna í hverri sýslu,
næstu tvö árin voru nöfnin ein látin duga, en frá 1892 var
ævinlega getið um kennslusvæðið og þá ýmist nefndur hrepp-
ur eða sókn eða prestakall.
Rétt er að taka fram að fleiri kunna að hafa fengist við ein-
hverja kennslu í prestakallinu en þeir sem fengu styrk, og er
raunar sennilegt að svo hafi stundum verið. Að minnsta kosti
finnst mér ótrúlegt að öll kennsla hafi fallið niður í Hörðudals-
hreppi 1907-08, en þá var enginn styrkur veittur vegna
kennslu þar. Nokkur ár næst þar á undan höfðu hins vegar
starfað þar tveir kennarar, og má af öðrum heimildum ráða að
þar hafi að minnsta kosti einn kennari starfað umræddan vetur.
Guðni Jónsson á Dunkárbakka (1840-1914) kenndi manna
lengst í prestakallinu. Hann hlaut fyrst styrk 1894, og er þá
sagður hafa kennt „í Miðdala- og Hörðudalshreppi“. Næsta ár
er hann ekki á styrkjaskránni en frá 1896 fær hann styrk á
hverju ári allt til 1908 og er þá ýmist sagður kennari í Suður-