Breiðfirðingur - 01.04.2001, Qupperneq 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
Guðni Jónsson kenndi þennan vetur samtals í 25 1/2 viku og
voru nemendur hans alls 40. Af þeim voru aðeins 18 á þeim aldri
sem varð lögfestur skólaaldur með fræðslulögunum, 15 voru
yngri en 10 ára, og 7 komnir yfir fermingu. Kennslustaðir hans
voru 8 og tíminn á hverjum stað frá 5 1/2 viku niður í 1 1/2.
Kennslustaðimir voru: Svínhóll (5 1/2), Svarfhóll (4 1/2), Gröf
(4), Erpsstaðir (3 1/2), Háafell (2 1/2), Fellsendi (4), Breiða-
bólsstaður (1 1/2) og Vatn í Haukadalshreppi (2). Vikulega
kennslu sína taldi Guðni 70 stundir á viku eða rúmlega 11 1/2
stund á dag og kennslugreinamar vom: lestur (18), kver (9),
biblíusögur (3), skrift (19) réttritun (3), reikningur (15) og landa-
fræði (3). Jóhannes Ólafsson kenndi í 23 vikur og hafði 37 nem-
endur, þar af 11 yngri en 10 ára og 7 yfir fermingu. Kennslustað-
ir hans vom 6: Kvennabrekka (4 1/2), Stóri-Skógur (5), Hunda-
dalur fremri (4 1/2) og Hamrendar (3) í Miðdalahreppi, og Jörvi
(3) og Skriðukot (3) í Haukadalshreppi.
Vikukennsla hans var 66 stundir eða 11 stundir á dag, og
kennslugreinarnar voru: lestur (15), kver (6), biblíusögur (6),
skrift (9), réttritun (6), reikningur (9), landafræði (6), náttúru-
fræði (6) og saga (3).
Eysteinn Sveinsson var aðeins með 22 nemendur, þar af 15
yngri en 10 ára og 3 yfir fermingu. Hann kenndi aðeins á 4
stöðum: Kvennabrekku (5), Svalbarða (4), Hundadal neðri (5)
og Kolsstöðum (4). Vikustundir hans voru 72 eða 12 stundir á
dag, og kennslugreinamar voru allar þær sömu og hjá Jó-
hannesi, en deiling þeirra á námsgreinamar örlítið öðruvísi.
I Hörðudalshreppi voru kennaramir tveir, Guðmundur
Jónasson í Þorgeirsstaðahlíð (1873-1952), gagnfræðingur úr
Flensborg sem starfaði síðan lengi að kennslu, og Magnús
Magnússon yngri á Gunnarsstöðum (1887-1916), sem kenndi
í hreppnum í tvo vetur, 1904-1906. Guðmundur kenndi í 24
vikur 43 nemendum, þar af 16 yngri en 10 ára og 6 yfir
fermingu, en Magnús kenndi í 17 vikur 24 nemendum, þar af
10 yngri en 10 ára og 5 yfir fermingu. Kennsla Guðmundar
dreifðist á 7 kennslustaði: Hrafnabjörg (2), Hlíð (3), Vífilsdal
(4) , Hól (5), Geitastekk (5), Álfatraðir (3) og Snóksdal (3). En