Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 111
BARNAFRÆÐSLA í SUÐURDALAÞINGUM
109
Magnússon 58 kr. Hafi hreppurinn síðan greitt þeim sömu upp-
hæð hafa heildarlaun þeirra allra nema Eysteins orðið hærri en
6 kr. fyrir hverja kennsluviku; það var sú upphæð sem var
ákveðin sem lágmarkslaun farkennara í fræðslulögunum sem
tóku gildi tveimur árum síðar, en fremur sjaldgæft var að
sveitakennarar fengju svo hátt kaup fyrir gildistöku þeirra.
Baslið með fræðslusamþykktina
Þegar fræðslulögin tóku gildi hefur séra Jóhannes á Kvenna-
brekku greinilega haft mikinn áhuga á því að ganga sem fyrst
frá fræðslumálum hreppsins á formlega réttan hátt, því að
hann var kominn af stað með undirbúning að því strax á miðju
sumri 1908. Bréf hans til stjórnarráðsins í júlí hef ég vísu ekki
fundið, en greinilegt er af greininni í Skólablaðinu, sem birt er
hér í upphafi, að hann hefur óttast að sóknarbörn hans hefðu
ekki sama áhugann og hann sjálfur og væru ekki líkleg til að
ómaka sig á fund vegna barnafræðslunnar. Framhaldið sýnir
að þessi uggur hefur ekki verið ástæðulaus, og sjálfur hefur
hann verið svo viss í sinni sök að hann sendir stjórnarráðinu
uppkast að reglugerð fyrir farskólann í Miðdalahreppi til stað-
festingar nokkru áður en hann lætur á það reyna, hvort ekki
náist saman löglegur fundur um fræðslusamþykktina.
14. ágúst sendir stjómarráðið Jóni Þórarinssyni þetta reglu-
gerðaruppkast til umsagnar. Hann endursendir það til stjómar-
ráðsins 25. ágúst og telur að ekki sé rétt að staðfesta reglugerð
fyrir farskóla nema fræðslusamþykkt liggi áður fyrir. Nokkr-
um dögum síðar hefur stjórnarráðið myndað sér afstöðu í mál-
inu, og 31. ágúst skrifar Jón eftirfarandi bréf til fræðslunefnd-
ar Miðdalahrepps:
Stjórnarráðið hefur í fyrradag skrifað mjer á þessa leið:
„Jafnframt því að endursenda hingað reglugerðarfrumvarp það
fyrir farskóla í Miðdalahreppi, sem yður var sent með brjefi hjeðan
14. þ.m., látið þjer þess getið í brjefi yðar, að yður sje ekki kunnugt
um að nokkur fræðslusamþykt sje samin nje samþykt fyrir Miðdala-
fræðsluhjerað samkv. 10.-14. gr. laga 22. nóv. 1907, um fræðslu