Breiðfirðingur - 01.04.2001, Qupperneq 113
BARNAFRÆÐSLA í SUÐURDALAÞINGUM
111
sem óneitanlega er fólki viðkvæmt til að byrja með, og þolir því illa
allan áblástur.
Hluturinn er að fræðslunefndin hér í Miðdalahreppi boðaði til al-
menns fundar fyrir fræðsluhéraðið sunnudaginn 23. f.m. til að ræða
og samþykkja frumvarp til fræðslusamþykktar, öldungis eptir því
sem lögin um fræðslu barna gjöra ráð fyrir, en af unt 50 atkvæðis-
bærum mönnum kómu eigi nema einir 12 menn á fundinn, svo nú er
auðsætt að ómögulegt er að koma hér á fræðslusamþykkt, því veður
var hið ákjósanlegasta, og annir engar til fyrirstöðu fundarsókn, held-
ur er víst hitt sem ræður, að fólkið vill enga fræðslusamþykkt hafa og
er því áhugalaust um mál þetta. Þessa tilraun um að koma hér á
fræðslusamþykkt, sem að vísu er eflaust óþörf, þar sem lögin ein geta
vel dugað, en sem þó er líklega réttara að reyna til að koma á, fyrst
lögin tala um það, tilkynnir fræðslunefndin yfirstjóm fræðslumála
hér með, og hvern árangur það hafði og jafnframt spyr fræðslu-
nefndin hina heiðruðu yfirstjórn fræðslumála ráða um, hvað nú eigi
til bragðs að taka í þessu máli og hvemig hún nú eigi að haga sér og
óskar nefndin eptir svarinu sem allra fyrst.
Að endingu skal þess getið að vér búumst fastlega við að fá reglu-
gjörðina staðfesta, þar sem reynslan er búin að sýna að eigi er unnt
að koma fræðslusamþykkt hér á, og fari svo að staðfestingin fáist, þá
er það auðvitað nóg svar uppá bréf þetta.
Ekki breytti þetta bréf afstöðu stjórnarráðsins, en Jón svaraði
því 30. september með bréfi til séra Jóhannesar:
Brjef yðar 21. þ.m. hef jeg meðtekið og skal út af því taka fram það sem
hjer segir:
Jeg er sannfærður um að þjer sjáið við nánari athugun að nauðsyn ber
til þess, að farskólareglugerðir sjeu bygðar á fræðslusamþyktum. Hver
skólareglugerð þarf að styðjast við lög; er annars þýðingarlítil; slík lög er
fræðslusamþyktin. Mjer virðist og auðsætt að reglugerð yrði til lítillar
uppbyggingar í Miðdalahreppi, ef áhugi á fræðsluntálum er þar svo lítill
að einir 12 bændur af 50 sækja fund þar sem ráða á því máli til lykta. Því
sljórri sem áhuginn er, því meiri þörf er á því að fræðslusamþykt komist
á; annars leika menn sér að því að brjóta reglugerðina, því að þeir vita að
ekkert verður á því haft. - Þjer spyijið hvað eigi að gera. Auðvitað stofna
aftur til fundar til að fá frœðslusamþykt löglega samþykta. Með þeim
mikla áhuga sem þjer hafið í þessu máli, er jeg ekki í efa um að það
hepnist næst að fá lögmætan fund, og svo fellur allt í ljúfa löð.