Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 114
112
BREIÐFIRÐINGUR
Haustið leið og árið 1908 rann í aldanna skaut áður en yfir-
stjórn fræðslumálanna heyrði aftur frá fræðslunefnd Miðdala-
fræðsluhéraðs. En um miðjan janúar 1909 barst Jóni Þórarins-
syni sending að vestan sem innihélt frumvörp bæði að fræðslu-
samþykkt og að farskólareglugerð fyrir hreppinn. Hann sendi
þessi plögg til stjórnarráðsins til staðfestingar 18. janúar, og
10 dögum síðar gat hann sent þau aftur heim með áritaðri
staðfestingu stjómarráðsins. Sama dag sendi hann einnig heim
aðra staðfesta fræðslusamþykkt úr Dalasýslu; hún var úr
Laxárdalshreppi og hafði borist um svipað leyti eða örfáum
dögum síðar en hin. Fræðslusamþykktir fyrir hina hreppana í
Suðurdalaþingum voru staðfestar skömmu síðar, fyrir Hörðu-
dalshrepp í mars og Haukadalshrepp í maí.
Skjölunum úr Miðdalahreppi fylgdi eftirfarandi bréf til Jóns
Þórarinssonar frá séra Jóhannesi L. L. Jóhannssyni:
Herra Jón Þórarinsson
Um leið og eg sendi yður meðf[ylgjandi] fræðslusamþykkt og
reglugjörð get eg eigi látið vera að rita yður fáeinar privatlínur til að
sýna sögu málsins hér.
Þér segið í bréfi yðar frá 30. sept. að því sljórri sem áhuginn sé,
því meiri þörf sé á samþykkt. En á móti þessu vil eg segja, að því
sljórri sem áhuginn er í einni sveit, því ómögulegra er með allan
félagsskap og þar með að koma á samþykkt og því fremur verður allt
hjá slíku fólki að [vera] rígbundið með valdboðnum lögum, því ann-
að dugar þar ekki. Mér finnst að úr því að búið er að gjöra eina til-
raun með að koma á samþykkt, eins og eg gjörði í ágúst, þá sé auð-
sætt að slíkt fólk ætli sér undir þvingunina í 15. gr. fræðslulaganna og
að alls eigi þurfi að bíða eptir ársbyrjun 1910 með það. En aptur er
það óneitanlega rnjög mannúðlegt hjá yður að bíða eftir fólki meðan
lagafresturinn stendur yfir og hugsunin hjá yður skilst mér hafa verið
sú, að á meðan fresturinn til að gjöra fræðslusamþykkt stendur, á
meðan er heldur ekki hægt að samþykkja skólareglugjörð né halda
farskóla er eptir henni starfi, nema allt þetta byggist á lögmætri
fræðslusamþykkt. En vanti hana verður að bjargast við gamla lagið.
En þetta gamla lag skilst mér að ómögulega geti gengið nema í vetur,
því að um næstu áramót er of seint að fara að ráða kennara og útvega
nauðsynjar. I framkvæmdinni hlýtur því yfirstjórnin að láta frestinn