Breiðfirðingur - 01.04.2001, Síða 115
BARNAFRÆÐSLA f SUÐURDALAÞINGUM
113
vera útrunninn 1. nóvbr. að minnsta kosti. Það er auðvitað að eftir 1.
jan. 1910 er hægt að samþykkja farskólareglugjörð þótt hún byggist á
engri samþykkt, þar sem svo er að slík samþykkt hefur aldrei orðið
til. Þetta gjörði mér meðfram að eg áleit samþykkt óþarfa, en aptur sé
eg hitt að hún er opt góð viðaukalög við fræðslulögin sjálf til að taka
fram ýms atriði er ólíkir staðhættir hafa í för með sér, en auðvitað má
koma þeim atriðum að í reglugjörðina, og er nauðsyn ef engin er
samþykkt, svo sem líka var gjört í þeirri skólareglugjörð fyrir Mið-
dalahrepp er eg sendi yður í haust, en sem nú er auðvitað ónýt orðin.
Saga málsins hér í sveit síðan við sáumst er þá þessi, að 1. nóvbr.
boðaði eg á ný til fræðslumálafundar að gjöra samþykktina, en hér
fór á sömu leið og áður að menn ónýttu málið með því að koma eigi
nógu margir á fundinn. En aptur græddi menntamál sveitarinnar það
á fundinum, að samkomulag varð um það að koma miklu meiri lög-
um en áður á farkennsluna hér, svo að hún í vetur líkist mjög mikið
farskólum er starfa eftir fastsettri reglugjörð og væntum við af því
góðs landssjóðsstyrks í sumar.
Loks boðaði eg til almenns sveitarfundar um 2 önnur mál hinn 26.
desber síðastl. og gat þess í fundarboðinu, að líklegt væri að fræðslu-
samþykktin yrði tekin fyrir um leið. Þetta dugði, því að vegna hinna
málanna kómu nú nógu margir á fund, og var svo frumvarpið sam-
þykkt og er hér alskapað sent til staðfestingar, svo eptir því verði
breytt að ári. Ennfremur fylgir hér skólareglugjörðin uppyngd
þannig, að úr henni eru felld þau atriði er eptir eðli sínu eiga heima í
samþykkt hvervetna þar sem hún er til.
Eg þykist nú hafa gjört mitt til að koma málum í gott horf og hef
eigi meira um það að tala að sinni. Og við þessi plögg hef eg enga
athugasemd að gjöra, nema ef vera skyldi 10. gr. f skólareglugjörð-
inni, sem eg veit eigi hvort yður líkar. Fari svo að orðalag greinar
þessarar komi eitthvað í bága við prófreglur þær er yfirstjómin vill
almennt setja, þá fel eg yður á hendur að stryka út málið ..., en ef
enginn skaði er að greininni eins og hún er, þá er best hún haldist
óbreytt.
Fyrirgefið allt masið.
Yðar með vinfengi og virðingu
Jóhannes L. L. Jóhannsson