Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 116
114
BREIÐFIRÐINGUR
Landssjóðsstyrkurinn
Það kemur greinilega fram í bréfi séra Jóhannesar 21. september
1908 að það hefur ráðið miklu um það hve mjög honum lá á, að
hann hefur gert ráð fyrir því að stjómarráðið mundi strax í
upphafi fara nákvæmlega eftir öllum skilyrðum laganna við
úthlutun styrks til fræðsluhéraða, þar á meðal því skilyrði að
kennslan færi fram eftir staðfestri reglugerð. Síðar kom að í ljós
að þessi ótti var ástæðulaus með öllu. Við úthlutun styrkja fyrir
skólaárið 1908-09 virðist reglugerðarleysi ekki hafa komið í veg
fyrir að fræðsluhéruð fengju styrk, ef framkvæmdin á kennsl-
unni var aðeins í samræmi við lögin, kennslutíminn nægjanlega
langur til að bömin gætu fengið 8 vikna kennslu, kennarar ráðnir
af fræðslunefnd með skriflegum samningi fyrir lögbundin laun
og þau greidd úr hreppssjóði. Ef þessi atriði vom í lagi var
styrkurinn veittur, þó að formlegar samþykktir væru enn ekki
staðfestar og kennsluáhöld ekki til staðar eins og lögin áskildu.
Og í hémðum þar sem þessi atriði voru ekki í lagi var áfram
hægt að veita einstökum kennurum styrk eftir eldri reglum.
Úthlutun styrkja til kennslu á árinu 1909 dróst óeðlilega
lengi. Styrkveiting til bamaskóla var fyrst tilkynnt 25. október
og til fræðsluhéraða ekki fyrr en 30. október, en til saman-
burðar má nefna að styrkveitingu til unglingaskóla, sem að
vísu voru margfalt færri, var lokið tveimur mánuðum fyrr eða
26. ágúst. Ástæður þessa dráttar munu einkum hafa verið þær
að skýrslur bárust seint og voru margar harla ófullkomnar,
einkum að því er reikningshaldinu viðkom. Um það segir Jó-
hannes Sigfússon yfirkennari sem vann yfirlitstöflur upp úr
skýrslunum fyrir fræðslumálastjómina:
Kennarar sýnast fremur óvíða hafa verið ráðnir með skriflegum samningi,
og sumstaðar er torvelt að sjá með vissu, hve mikið kaup kennaramir
munu hafa fengið í raun og vem. Sömuleiðis verður eigi gerð glögg grein
fyrir því hvemig hreppamir hafa greitt sinn hluta af fræðslukostnaðinum.
Sumstaðar hefur hann verið greiddur beint úr sveitarsjóði. En á nokkmm
stöðum munu aðstandendur bamanna hafa greitt kennumnum hann sjálf-
ir, og að á slíkum stöðum hafi farið fram sérstök niðurjöfnun á honum.