Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 118
116
BREIÐFIRÐINGUR
kennt þar áður. Jóhannes Ólafsson kenndi á þremur stöðum, 8
vikur á Fellsenda, 8 vikur á Svínhóli og 7 1/2 viku í Snóksdal,
samtals í 23 1/2 viku. Laun hans voru kórrétt eftir lögunum,
141 kr.; Elísabet Asmundsdóttir kenndi samtals í 16 vikur á
tveimur stöðum, í Bæ og Hundadal, 8 vikur á hvorum stað, og
urðu laun hennar því 96 kr. Samtals urðu kennsluvikumar í
hreppnum því 39 1/2. Nemendur voru samtals 32 hjá báðum
kennurunum, en 40 gengu undir próf. Reikningur yfir annan
kostnað fylgdi hins vegar ekki skýrslunum, þannig að ekki
sést hver kostnaður við fæði og uppihald kennaranna var, eða
kennslukostnaðurinn í heild. En sá ágalli hindraði þó yfir-
stjómina ekki í því að veita hreppnum 180 kr. styrk, sem var
með því hæsta sem fræðsluhérað fékk við þessa úthlutun.
I Hörðudalshreppi var kennari Hákon Jens Helgason frá
Ketilsstöðum (1883-1972), en hann hafði áður kennt í hreppn-
um í nokkur ár og lokið bæði gagnfræðaprófi og kennaraprófi
frá Flensborg. Hákon gerði kennslu að æfistarfi sínu og var
lengst af kennari í Hafnarfirði. Hann kenndi þennan vetur á 4
stöðum í 16 vikur, 4 vikur á hverjum stað, en nemendur sóttu
flestir skóla á tveimur kennslustöðum. Kennslustaðimir vou
Dunkárbakki, Hrafnabjörg, Ketilsstaðir og Hóll. Nemendur